Innlent

Stefndi í hópslagsmál í Kringlunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það stefndi í hópslagsmál ungmenna við Kringluna á sjöunda tímanum í gær. Um sextíu ungmenni á grunnskólaaldri höfðu safnast þar saman inn í Kringluna og voru að undirbúa slag þar, eftir því sem fréttavefur DV hefur eftir sjónarvottum.

Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur frá lögreglunni voru ungmennin hins vegar á bak og burt þegar lögreglumenn mættu á staðinn. Enginn mun hafa slasast á þessum vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×