Erlent

Fidel Castro segir Bandaríkin stefna á kjarnorkustríð

Fidel Castro hinn aldraði fyrrum leiðtogi Kúbu kom fram í viðtali við kúbanska sjónvarpið í gærkvöldi og notaði tækifærið til að gagnrýna Bandaríkjamenn harðlega.

Castro segir að Bandaríkin stefni leynt og ljóst að því að hefja kjarnorkustríð gegn Norður Kóreu og Íran. Hann heldur því fram að það hafi verið Bandaríkjamenn sem sökktu suður kóreönsku herskipi fyrr í ár til að skapa spennu milli Suður og Norður Kóreu.

Castro sem orðinn er 83 ára gamall hefur ekki komið fram opinberlega síðan árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×