Nýtt lýðveldi? Örn Ólafsson skrifar 27. apríl 2010 10:03 Njörður Njarðvík segir í Vísisgrein að vegna efnahagshrunsins þurfi nýtt lýðveldi á Íslandi með nýja stjórnarskrá. Hann hefur sagt þetta rúmu ári fyrr, og vildi þá afnema þingræði á Íslandi í hálft annað ár, og skipa „utanþingsstjórn valinkunnra manna og kvenna með víðtæku Valdsviði". Ekki fylgdu upplýsingar um hver ætti að velja þetta valinkunna fólk eða hvernig. Þessa kröfu reisir Njörður ekki núna, enda hafa síðan verið þingkosningar og ný stjórnarmyndun, og birst hefur sú rannsókn á orsökum hrunsins sem hann og fleiri kröfðust. En fyrst Njörður vísar fyrirvaralaust til fyrri greinar sinnar um þetta, mætti ætla að enn sé hann sama sinnis. Tillögur hans um breytingar á kosningalögum eru vissulega umræðuverðar. Að landið verði eitt kjördæmi, að þingmenn megi ekki vera ráðherrar, og ekki gegna öðru starfi utan þings. Öllu verri eru aðrar tillögur, og virðast gerðar af vanþekkingu, svo sem að þingmenn megi ekki hafa aðstoðarmenn. Það sem ég þekki til eru þessir aðstoðarmenn til að afla upplýsinga, og auka þannig virkni alþingismanna og sjálfstæði. Alþingi ræður þá suma, en eðlilegt virðist að þingmenn velji sér aðstoðarfólk sem þeir vita að er sama sinnis og þeir í meginatriðum. Einnig það ætti að efla sjálfstæði þingsins. Dæmi Njarðar um ný lýðveldi sýna best hve gjörsamlega út í hött sú hugmynd er að líkt sé á komið á Íslandi nú. Auðvitað þurfti nýja stjórnarskrá fyrir það þingræðislega þýska ríki sem stofnað var á rústum einræðis nasistaríkisins, sömuleiðis þurfti Suður Afríka nýja stjórnarskrá eftir að Apartheid var afnumið og komið á þingræði með almennum atkvæðisrétti. Franska dæmið er flóknara, en 4. lýðveldinu lauk með valdráni de Gaulle í ringulreið Alsírstríðsins. Stjórnlagabreyting hans minnir mig að hafi fyrst og fremst falið í sér að stórauka vald forseta að bandarískri fyrirmynd, og skipta Frakklandi í einmenningskjördæmi. Rökin voru þau, að urmull smáflokka með óstöðugum samsteypustjórnum hafi leitt til tíðra stjórnarskipta og nýja kerfið tryggði meirihlutastjórn stórflokks eða samsteypu. Sem og varð, en þetta er ólýðræðislegt kerfi, rétt eins og í Bretlandi, þar sem þingmeirihluti byggist iðulega á minnihluta kjósenda. Síst virðist þörf á einmenningskjördæmum á Íslandi, þar sem kerfi fjögurra flokka hefur reynst mjög stöðugt í ómunatíð. Og hver vildi auka vald forseta í ljósi afskipta hans á síðustu árum? Meginatriðið er þó, að enda þótt ýmsir hafi kallað á nýja stjórnarskrá sem viðbrögð við hruninu, þá minnist ég ekki að nokkur hafi sýnt fram á að efnahagshrun Íslendinga hafi stafað af gallaðri stjórnarskrá! Né hefur þetta fólk bent á áberandi galla á stjórnarskránni, sem brýnt sé að bæta úr. Nýfrjálshyggjan í efnahagsmálum leiddi til þessara ófara, og ábyrgðin er þeirra stjórnmálaflokka sem lögðust flatir og umhugsunarlaust undir hana. Þessi krafa um nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá vegna efnahagshrunsins er ámóta snjöll og ef maður brygðist við eldsvoða í húsi sínu með því að fara að hita heilmikið af vatni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Njörður Njarðvík segir í Vísisgrein að vegna efnahagshrunsins þurfi nýtt lýðveldi á Íslandi með nýja stjórnarskrá. Hann hefur sagt þetta rúmu ári fyrr, og vildi þá afnema þingræði á Íslandi í hálft annað ár, og skipa „utanþingsstjórn valinkunnra manna og kvenna með víðtæku Valdsviði". Ekki fylgdu upplýsingar um hver ætti að velja þetta valinkunna fólk eða hvernig. Þessa kröfu reisir Njörður ekki núna, enda hafa síðan verið þingkosningar og ný stjórnarmyndun, og birst hefur sú rannsókn á orsökum hrunsins sem hann og fleiri kröfðust. En fyrst Njörður vísar fyrirvaralaust til fyrri greinar sinnar um þetta, mætti ætla að enn sé hann sama sinnis. Tillögur hans um breytingar á kosningalögum eru vissulega umræðuverðar. Að landið verði eitt kjördæmi, að þingmenn megi ekki vera ráðherrar, og ekki gegna öðru starfi utan þings. Öllu verri eru aðrar tillögur, og virðast gerðar af vanþekkingu, svo sem að þingmenn megi ekki hafa aðstoðarmenn. Það sem ég þekki til eru þessir aðstoðarmenn til að afla upplýsinga, og auka þannig virkni alþingismanna og sjálfstæði. Alþingi ræður þá suma, en eðlilegt virðist að þingmenn velji sér aðstoðarfólk sem þeir vita að er sama sinnis og þeir í meginatriðum. Einnig það ætti að efla sjálfstæði þingsins. Dæmi Njarðar um ný lýðveldi sýna best hve gjörsamlega út í hött sú hugmynd er að líkt sé á komið á Íslandi nú. Auðvitað þurfti nýja stjórnarskrá fyrir það þingræðislega þýska ríki sem stofnað var á rústum einræðis nasistaríkisins, sömuleiðis þurfti Suður Afríka nýja stjórnarskrá eftir að Apartheid var afnumið og komið á þingræði með almennum atkvæðisrétti. Franska dæmið er flóknara, en 4. lýðveldinu lauk með valdráni de Gaulle í ringulreið Alsírstríðsins. Stjórnlagabreyting hans minnir mig að hafi fyrst og fremst falið í sér að stórauka vald forseta að bandarískri fyrirmynd, og skipta Frakklandi í einmenningskjördæmi. Rökin voru þau, að urmull smáflokka með óstöðugum samsteypustjórnum hafi leitt til tíðra stjórnarskipta og nýja kerfið tryggði meirihlutastjórn stórflokks eða samsteypu. Sem og varð, en þetta er ólýðræðislegt kerfi, rétt eins og í Bretlandi, þar sem þingmeirihluti byggist iðulega á minnihluta kjósenda. Síst virðist þörf á einmenningskjördæmum á Íslandi, þar sem kerfi fjögurra flokka hefur reynst mjög stöðugt í ómunatíð. Og hver vildi auka vald forseta í ljósi afskipta hans á síðustu árum? Meginatriðið er þó, að enda þótt ýmsir hafi kallað á nýja stjórnarskrá sem viðbrögð við hruninu, þá minnist ég ekki að nokkur hafi sýnt fram á að efnahagshrun Íslendinga hafi stafað af gallaðri stjórnarskrá! Né hefur þetta fólk bent á áberandi galla á stjórnarskránni, sem brýnt sé að bæta úr. Nýfrjálshyggjan í efnahagsmálum leiddi til þessara ófara, og ábyrgðin er þeirra stjórnmálaflokka sem lögðust flatir og umhugsunarlaust undir hana. Þessi krafa um nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá vegna efnahagshrunsins er ámóta snjöll og ef maður brygðist við eldsvoða í húsi sínu með því að fara að hita heilmikið af vatni.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun