Erlent

Eyðileggingin á Nýja-Sjálandi meiri en áður var talið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
John Key, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir það vera kraftaverk að enginn skuli hafa farist í skjálftanum. Mynd/ afp.
John Key, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir það vera kraftaverk að enginn skuli hafa farist í skjálftanum. Mynd/ afp.
Eyðileggingin eftir jarðskjálftann á Nýja-Sjálandi á laugardaginn er meiri en áður var talið. Um 100 þúsund af 160 þúsund íbúðum í bænum Christchurch og nágrenni, sem varð verst úti í skjálftanum, eru ónýtar og verða líklegast ekki lagaðar. Þetta segir John Key, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, í samtali við bresku BBC fréttastofuna. Key heimsóttu hamfarasvæðið í dag.

„Það er kraftaverk að enginn fórst í þessum öfluga skjálfta," sagði Key. Hann sagði að eyðileggingin væri mikil og það væri langt þangað til að búið væri að vinna úr aðstæðunum. Ríkisstjórnin hefur samþykkt herlög á svæðið þar sem skjálftinn varð og sent hermenn og borgaralegar björgunarsveitir til að aðstoða þá sem hafa orðið fyrir tjóni í skjálftanum. Þá er útgöngubann á nóttunni á svæðunum sem urðu verst úti.

Jarðskjálftinn mæltist 7,0 á Richter og meira en 80 eftirskjálftar hafa mælst í framhaldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×