Erlent

N-Kórea: Sonurinn gerður að hershöfðingja

Kim Jong-un.
Kim Jong-un. MYND/AFP

Sonur Kim Jong-il leiðtoga Norður Kóreu, var í nótt hækkaður í tign innan stjórnkerfis landsins og gerður að hershöfðingja. Kim Jong-un er talinn vera hálfþrítugur en lítið er vitað um hann annað en að hann hafi menntað sig í Sviss. Fastlega er búist við því að hann taki við af föður sínum áður en langt um líður en pabbinn er sagður fársjúkur.

Tilkynnt var um stöðuhækkunina á landsfundi Verkamannaflokks Norður Kóreu, en sú samkoma hefur ekki verið kölluð saman síðan árið 1980 þegar tilkynnt var að Kim Jong-il myndi taka við af föður sínum Kim Il-sung.

Sá er raunar enn titlaður "forseti um alla framtíð", þrátt fyrir að hafa látist árið 1994. Kim Jong-il lætur sér hinsvegar nægja titilinn "ástkær leiðtogi".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×