Erlent

Mikil leit að þremur Norðmönnum á Grænlandi

Mikil leit er nú í gangi að þremur Norðmönnum eftir að þeir hurfu sporlaust á vesturströnd Grænlands fyrir helgina. Þyrlur hafa leitað á stórum landsvæðum en án árangurs.

Lögreglustjórinn í bænum Nuuk segir að hvarf Norðmannanna sé nokkuð dularfullt.

Mennirnir þrír, sem eru á aldrinum 24 til 31 árs fóru í veiðiferð í Syðri Straumfirði fyrir sex dögum síðan. Þeir höfðu beðið leiðsögumann sinn að hitta sig á ákveðnum stað s.l. föstudag en mættu ekki. Þeirra hefur því verið saknað í þrjá sólarhringa.

Norðmennirnir voru vanir og vel útbúnir og veður hefur verið með miklum ágætum siðan þeir fóru í veiðiferð sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×