Erlent

Um 20% giftra ástfangnir af öðrum en maka sínum

Ný könnun í Bretlandi leiðir í ljós að um 20% þeirra sem lifa í hjónabandi eða sambúð eru ástfangin af öðrum en maka sínum.

Alls tóku 3.000 Bretar þátt í þessari könnun sem náði yfir ýmsa þætti í lífi hjóna eða þeirra sem búa saman í óvígðri sambúð.

Einn af hverjum fimm einstaklingum segjast vera ástfangnir af öðrum en maka sínum. Þeir sem viðkomandi eru ástfangnir af koma yfirleitt úr röðum vinnufélaga eða úr nánasta vinahópi hjónanna.

Af öðrum niðurstöðum má nefna að einn af hverjum fjórum voru ósáttir við núverandi hjónaband eða sambúð sína og um helmingur sagðist stundum bera hlýjar tilfinningar til annarra en maka sinna.

Ennfremur kom í ljós að einn af hverjum sex lætur ekki tilfinningar sínar nægja og heldur framhjá með þeim sem hann er ástfanginn af.

Góðu fréttirnar fyrir þolendur í þeirri stöðu eru að slíkt framhjáhald gerist yfirleitt aðeins einu sinni meðan á hjónabandinu eða sambúðinni stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×