Erlent

Ungmenni geti fengið hámarksrefsingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fangagangur. Mynd/ AFP.
Fangagangur. Mynd/ AFP.
Dómsmálaráðherrann í Danmörku vill afnema alla refsilækkun vegna ungs aldurs. Í dag fá dönsk ungmenni undir 18 ára aldri lengst átta ára fangelsisdóma. Þetta kemur fram í Jyllands-Posten.

Breytingarnar þýða að unglingar, yngri en átján ára, geta átt von á allt að sextán ára fangelsisdómum fyrir alvarleg afbrot. Sextán ára fangelsi er hámarksrefsing í Danmörku líkt og á Íslandi.

Brian Mikkelsen, dómsmálaráðherra í Danmörku, segir að það sé ótækt að brotamenn geti fengið refsilækkun einungis vegna ungs aldurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×