Erlent

Sannfærðir um að Bernanke haldi áfram í seðlabankanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ben Bernanke var fyrst valinn seðlabankastjóri árið 2006. Mynd/ Getty.
Ben Bernanke var fyrst valinn seðlabankastjóri árið 2006. Mynd/ Getty.
Hæstráðendur í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum eru sannfærðir um að Öldungadeild Bandaríkjaþings muni staðfesta val forsetans á Ben Bernanke í embætti seðlabankastjóra næstu fjögur árin.

Talsmaður forsetans, Robert Gibbs, segir að endurkjör seðlabankastjórans sé nauðsynlegt til þess að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. Það var George Bush yngri sem valdi Bernanke upphaflega í embætti seðlabankastjóra árið 2006.

Bernanke hefur verið hrósað mikið fyrir störf sín í bankanum. Engu að síður hefur það vakið reiði almennings að fúlgum fjár hafi verið eytt í að bjarga fyrirtækjum í Kauphöllinni á Wall Street á meðan almenningur glímir við atvinnuleysi og húsnæðisvandamál. Þess vegna hafa nokkrir þingmenn úr Öldungadeildinni lýst yfir efasemdum um endurkjör hans.

Starfstímabil Bernankes tekur enda þann 31. janúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×