Fremstu menn verð að sýna skynsemi 27. júní 2010 08:54 Adrian Newey og Christian Horner stýra gangi mála hjá Red Bull, en Newey er aðalhönnur liðsins og Horner framkvæmdarstjóri. Mynd: Getty Images Christian Horner hjá Red Bull segist treysta ökumönnum sínum að sýna aðgát í fyrstu beygju á brautinni í Valencia í dag, en þeir Sebastian Vettel og Mark Webber lentu í árekstri á dögunum og köstuðu frá sér fyrsta og öðru sætinu í Tyrklandi. Vettel er fremstur á ráslínu í Valencia og Webber ræsir af stað við hlið hans og báðir aka með Red Bull. Fyrir aftan eru Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. "Þeir eru báðir fagmenn og ég þarf ekki að segja meira. Vissulega var málið rætt eftir tímatökuna á fundi, en ég geri ekki ráð fyrir neinum uppákomum á milli þeirra", sagði Horner á autosport.com í morgun. "Auðvitað höfum við margsinns rætt þetta, en ég er ekki hræddur um að svipað muni gerast á ný. Maður skyldi aldrei segja aldrei, en ég held við höfum lært okkar lexíu." "Ég vona að ökumenn okkar lendi ekki í hremmingum að öðru leyti. Okkur hefur stundum gengið vel í tímatökum og verið óheppnir á kappakstursdag, en við þurfum að ræsa vel af stað, útfæra þjónustuhléið vel og ekki láta það verða okkur að falli ef öryggisbíll kemur út á brautina. Við erum á besta stað á ráslínu og verðum vonandi heppnir í keppninni", sagði Horner. Bein útsending er frá mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag. Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull segist treysta ökumönnum sínum að sýna aðgát í fyrstu beygju á brautinni í Valencia í dag, en þeir Sebastian Vettel og Mark Webber lentu í árekstri á dögunum og köstuðu frá sér fyrsta og öðru sætinu í Tyrklandi. Vettel er fremstur á ráslínu í Valencia og Webber ræsir af stað við hlið hans og báðir aka með Red Bull. Fyrir aftan eru Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. "Þeir eru báðir fagmenn og ég þarf ekki að segja meira. Vissulega var málið rætt eftir tímatökuna á fundi, en ég geri ekki ráð fyrir neinum uppákomum á milli þeirra", sagði Horner á autosport.com í morgun. "Auðvitað höfum við margsinns rætt þetta, en ég er ekki hræddur um að svipað muni gerast á ný. Maður skyldi aldrei segja aldrei, en ég held við höfum lært okkar lexíu." "Ég vona að ökumenn okkar lendi ekki í hremmingum að öðru leyti. Okkur hefur stundum gengið vel í tímatökum og verið óheppnir á kappakstursdag, en við þurfum að ræsa vel af stað, útfæra þjónustuhléið vel og ekki láta það verða okkur að falli ef öryggisbíll kemur út á brautina. Við erum á besta stað á ráslínu og verðum vonandi heppnir í keppninni", sagði Horner. Bein útsending er frá mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag.
Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira