Erlent

Flutningaskipi á leið til Gaza vísað til Egyptalands

Flutningaskip á leið með vistir til Gaza mun leggja að bryggju í Egyptalandi í dag eftir að stjórnvöldum í Ísrael tókst að koma í veg fyrir að skipið bryti gegn hafnarbanni þeirra á Gazasvæðinu.

Skipið sem hér um ræðir er á leigu hjá góðgerðarsamtökum sem stjórnað er af syni Muammar Gaddafi leiðtoga Lýbíu. Auk vistanna um borð er þar hópur stuðningsmanna Palestínu sem vilja sýna samstöðu sín með fólkinu sem býr á Gazasvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×