„Lánþegar hafa mátt þola nóg“ 23. júní 2010 21:14 Mynd/Anton Brink „Samræður aðila eru fyrsta skref í átt að lausn. Einhliða ákvarðanir stjórnvalda og þeirra sem Hæstiréttur dæmdi brotlega er hvorki lögleg leið, né réttlát eða leið til sátta," segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna, Samtökum lánþega og talsmanni neytenda. Þar segir að stjórnvöld hafi frá hruni nær eingöngu hugsað um hagsmuni fjármálafyrirtækja á kostnað viðskiptavina þeirra. „Ef það er mat stjórnvalda, að bankakerfið geti ekki staðið af sér dóma Hæstaréttar, sem er ekki trúverðug staðhæfing enda stangast hún á við fyrri yfirlýsingar ráðherra, þá er lagt til víðtækt samráð eða samninga um hvernig bregðast megi við svo allir geti gengið sáttir frá borði." Hagsmunasamtök heimilanna, Samtök lánþega og talsmaður neytenda telja að lánþegar hafi mátt þola nóg vegna framgöngu eigenda og stjórnenda bankanna í aðdraganda og kjölfar hrunsins. Ekki eig að bæta á herðar þeirra þeirri kvöð að endurfjármagna fjármálastofnanir landsins að nýju. „Lýst er furðu á þeim ummælum seðlabankastjóra, að nauðsynlegt sé að breyta vaxtaákvæðum gengistryggðra lánasamninga svo eigendur bankanna þurfi ekki að leggja þeim til aukið fé. Það á ekki að vera hlutverk lánþega að leggja einkafyrirtækjum til aukið rekstrarfé þegar hæfni stjórnenda þrýtur og rekstur stefnir niður á við. Slíkt er hlutverk fjárfesta," segir í yfirlýsingunni. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira
„Samræður aðila eru fyrsta skref í átt að lausn. Einhliða ákvarðanir stjórnvalda og þeirra sem Hæstiréttur dæmdi brotlega er hvorki lögleg leið, né réttlát eða leið til sátta," segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna, Samtökum lánþega og talsmanni neytenda. Þar segir að stjórnvöld hafi frá hruni nær eingöngu hugsað um hagsmuni fjármálafyrirtækja á kostnað viðskiptavina þeirra. „Ef það er mat stjórnvalda, að bankakerfið geti ekki staðið af sér dóma Hæstaréttar, sem er ekki trúverðug staðhæfing enda stangast hún á við fyrri yfirlýsingar ráðherra, þá er lagt til víðtækt samráð eða samninga um hvernig bregðast megi við svo allir geti gengið sáttir frá borði." Hagsmunasamtök heimilanna, Samtök lánþega og talsmaður neytenda telja að lánþegar hafi mátt þola nóg vegna framgöngu eigenda og stjórnenda bankanna í aðdraganda og kjölfar hrunsins. Ekki eig að bæta á herðar þeirra þeirri kvöð að endurfjármagna fjármálastofnanir landsins að nýju. „Lýst er furðu á þeim ummælum seðlabankastjóra, að nauðsynlegt sé að breyta vaxtaákvæðum gengistryggðra lánasamninga svo eigendur bankanna þurfi ekki að leggja þeim til aukið fé. Það á ekki að vera hlutverk lánþega að leggja einkafyrirtækjum til aukið rekstrarfé þegar hæfni stjórnenda þrýtur og rekstur stefnir niður á við. Slíkt er hlutverk fjárfesta," segir í yfirlýsingunni.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira