Erlent

Brjálæðisakstur á mótorhjóli -myndband

Óli Tynes skrifar

Maður á Yamaha R1 mótorhjóli er farinn að leika sér að því að aka um götur Moskvu á ofsahraða og setja myndir af því á netið. Hann kallar sig Svarta Djöfulinn. Minnugir mótorhjólamenn telja að hann sæki fordæmi sitt til Le Prince Noir, Svarta Prinsins, sem lék svipaðan leik á götum Parísar á áttunda áratugnum. Hann eignaðist stóran hóp aðdáenda. Það endaði með því að Prinsinn fórst í slysi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×