Erlent

Talibanar myrtu átta erlenda lækna

Frá Afganistan
Frá Afganistan
Talíbanar tóku tíu manns af lífi í Afganistan í nótt. Talið er að minnsta kosti átta af þessum tíu séu útlenskir læknar en talíbanarnir stöðvuðu ferð fóksins, rændu þau og stilltu þeim svo upp í röð þar sem þeir skutu þau svo eitt af öðru.

Sex Bandaríkjamenn, einn Breti og Þjóðverji eru á meðal þeirra myrtu. Þá voru tveir Afganar sem voru með þeim í för líka myrtir. Einum Afgana úr hópnum var sleppt eftir að hann fór með vers úr Kóraninum því næst öskraði hann að hann væri múslimi. „Ég er múslimi, ekki drepa mig," er haft eftir manninum.

Læknarnir voru hópur augnlækna sem var á ferð um svæðið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök. Talibanar fullyrða þó að um hafi verið að ræða kristniboða sem hafi verið biblíur á sér og hafi verið að njósna fyrir Bandaríkjamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×