Erlent

Grunar aðstandendur Wikileaks um samsæri gegn sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birting á leyniskjölum úr Íraksstríðinu er pólitískt samsæri gegn ríkjandi stjórnvöldum í landinu, segir forsætisráðherra landsins, Nouri al-Maliki. Eins og greint hefur verið frá í dag birti Wikileaks í gær hundruð þúsunda leyniskjala úr Íraksstríðinu.

Forsætisráðherra Íraks tapaði kosningum í landinu í mars síðastliðnum. Hann neitar að viðurkenna kosningaúrslitin og hefur reynt að halda í völdin síðan að kosningarnar fóru fram, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá. Hann segir að það sem vaki fyrir aðstandendum Wikileaks síðunnar sé að koma í veg fyrir að hann verði kjörinn næst þegar að kosningar fara fram í landinu.

Skjölin sem birt eru á Wikileaks sýna meðal annars hvernig föngum í Írak var misþyrmt í stríðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×