Erlent

Wikileaks birtir hundruð þúsunda skjala um Írak stríðið

Bandaríska varnarmálaráðuneytið undirbýr sig nú fyrir það að vefsíðan Wikileaks birti hundruð þúsunda skjala um stríðið í Írak í dag. Sérstakur 120 manna aðgerðarhópur á vegum ráðuneytisins er í viðbragðstöðu vegna birtingarinnar.

Skjölin munu m.a. fjalla um stríðsaðgerðir, öryggissveitir Íraka og mannfall meðal almennra borgara í landinu. Þessi skjalabirting verður mun umfangsmeiri en þau 70 þúsund skjöl sem Wikileaks birti um stríð í Afganistan fyrr í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×