Erlent

Neyðarástand og herlög áfram í Christchurch

Stjórnvöld á Nýja Sjálandi hafa ákveðið að aflétta ekki neyðarástandi og herlögum í borginni Christchurch fyrr en á miðvikudag.

Hermenn hafa verið fluttir til Christchurch til að aðstoða lögregluna við eftirlitsstörf. Borgin varð illa úti í öflugum jarðskjálftum um helgina en enginn fórst í þeim. Hinsvegar er eignartjónið gífurlegt og hefur verið metið á hátt í 200 milljarða króna.

Um 500 byggingar eyðilögðust og nú dvelja um 200 manns í neyðarskýlum í borginni. Um 1.000 manns í viðbót fá matargjafir frá stjórnvöldum. Hinsvegar er búið að koma rafmagni á að nýju að mestu í borginni og um 80% af vatnsleiðslum borgarinnar eru komnar í lag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×