Löggur vilja bjarga Lindsay 30. mars 2010 05:00 Lindsay Lohan er sögð vera háð sterkum verkjalyfjum, hún djammi og drekki allar nætur og vinir hennar og pabbi óttast um líf hennar. Vandræðagemlingurinn Lindsay Lohan er enn og aftur komin í kastljós fjölmiðla. Lögreglumenn í Los Angeles hafa lýst yfir áhyggjum sínum af leikkonunni og nánir vinir Lohan óttast um líf hennar. Lindsay Lohan var lengi vel eitt vinsælasta umfjöllunarefnið á síðum slúðurblaðanna. Enda þykir villt líferni stjarnanna nokkuð söluvænt efni. Eftir að hafa haldið sig nokkurn veginn réttum megin línunnar virðist leikkonan enn og aftur fallin sem þýðir að hún sækir nú skemmtistaði af miklum móð og bæði djammar og drekkur langt fram á nótt. Lindsay var nýverið mynduð með hvítt púður á háhæluðu skónum sínum og bandaríska slúðurpressan var ekki lengi að fullyrða að þarna væri komin haldbær sönnun þess að leikkonan væri farin að neyta ólöglegra vímuefna að nýju. Sjálf lýsti Lindsay því hins vegar yfir í gær að allar áhyggjur væru óþarfar. „Mér líður vel og ég er mjög heilbrigð,“ sagði í yfirlýsingu frá Lohan sem var mynduð af heilum her paparazza þegar hún datt á leið út úr teiti í Los Angeles. Í yfirlýsingunni kenndi Lindsay hælunum háu um fallið En það eru ekki allir jafn ginnkeyptir fyrir þessum afsökunum. Áfengisráðgjafi í vinahópi Lindsay segist hreinlega óttast um líf leikkonunnar og ef hún láti ekki af hegðun sinni bíði hennar ekkert nema glötun. Hinn skapvondi faðir hennar, Michael Lohan, sagði í samtali við vefsíðuna X17online.com að hann hygðist koma dóttur sinni til bjargar. Michael segir dóttur sína vera háða verkjalyfjum og hann hafi lengi reynt að sannfæra bæði dómara og lögregluyfirvöld um að koma henni til bjargar með dómsúrskurðum en talað fyrir daufum eyrum. „Enginn getur hjálpað Lindsay eins og ég,“ sagði Michael við vefsíðuna en þau feðgin hafa lengi eldað saman grátt silfur. Og pabbi Lindsay og vinir eru ekki þeir einu sem hafa lýst því yfir að þeir óttist um heilsufar Lindsay Lohan því lögreglumenn hafa einnig rætt áhyggjur sínar við fjölmiðla. „Við höfum stundum velt því fyrir okkur hvort við ættum ekki að taka hana með okkur niður á stöð. Stundum virðist hún vera svo mikið út úr heiminum að hún veit ekki hvað hún er að gera,“ sagði einn laganna varða í samtali við slúðurvefinn TZM.com. Líf Lindsay verður því enn um sinn undir stöðugu kastljósi fjölmiðla í Bandaríkjunum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Fleiri fréttir Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Sjá meira
Vandræðagemlingurinn Lindsay Lohan er enn og aftur komin í kastljós fjölmiðla. Lögreglumenn í Los Angeles hafa lýst yfir áhyggjum sínum af leikkonunni og nánir vinir Lohan óttast um líf hennar. Lindsay Lohan var lengi vel eitt vinsælasta umfjöllunarefnið á síðum slúðurblaðanna. Enda þykir villt líferni stjarnanna nokkuð söluvænt efni. Eftir að hafa haldið sig nokkurn veginn réttum megin línunnar virðist leikkonan enn og aftur fallin sem þýðir að hún sækir nú skemmtistaði af miklum móð og bæði djammar og drekkur langt fram á nótt. Lindsay var nýverið mynduð með hvítt púður á háhæluðu skónum sínum og bandaríska slúðurpressan var ekki lengi að fullyrða að þarna væri komin haldbær sönnun þess að leikkonan væri farin að neyta ólöglegra vímuefna að nýju. Sjálf lýsti Lindsay því hins vegar yfir í gær að allar áhyggjur væru óþarfar. „Mér líður vel og ég er mjög heilbrigð,“ sagði í yfirlýsingu frá Lohan sem var mynduð af heilum her paparazza þegar hún datt á leið út úr teiti í Los Angeles. Í yfirlýsingunni kenndi Lindsay hælunum háu um fallið En það eru ekki allir jafn ginnkeyptir fyrir þessum afsökunum. Áfengisráðgjafi í vinahópi Lindsay segist hreinlega óttast um líf leikkonunnar og ef hún láti ekki af hegðun sinni bíði hennar ekkert nema glötun. Hinn skapvondi faðir hennar, Michael Lohan, sagði í samtali við vefsíðuna X17online.com að hann hygðist koma dóttur sinni til bjargar. Michael segir dóttur sína vera háða verkjalyfjum og hann hafi lengi reynt að sannfæra bæði dómara og lögregluyfirvöld um að koma henni til bjargar með dómsúrskurðum en talað fyrir daufum eyrum. „Enginn getur hjálpað Lindsay eins og ég,“ sagði Michael við vefsíðuna en þau feðgin hafa lengi eldað saman grátt silfur. Og pabbi Lindsay og vinir eru ekki þeir einu sem hafa lýst því yfir að þeir óttist um heilsufar Lindsay Lohan því lögreglumenn hafa einnig rætt áhyggjur sínar við fjölmiðla. „Við höfum stundum velt því fyrir okkur hvort við ættum ekki að taka hana með okkur niður á stöð. Stundum virðist hún vera svo mikið út úr heiminum að hún veit ekki hvað hún er að gera,“ sagði einn laganna varða í samtali við slúðurvefinn TZM.com. Líf Lindsay verður því enn um sinn undir stöðugu kastljósi fjölmiðla í Bandaríkjunum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Fleiri fréttir Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið