Erlent

Fann pabba sinn fyrir tilviljun

Skjáskot af frétt Daily News um málið.
Skjáskot af frétt Daily News um málið.
Wanda Rodriguez, hjúkrunarkonu í New York, brá heldur en ekki í brún þegar hún tók á móti sjúklingi í síðustu viku. Þar var nefnilega kominn faðir hennar, sem Wanda hafði ekki séð eða heyrt frá í 41 ár, eða síðan hann stakk af frá konu sinni og börnum.

Hún þekkti þó nafn hans, og þegar hann kynnti sig sem Victor Peraza og sagðist eiga tvær uppkomnar dætur, þá áttaði Wanda sig og brast í grát. Nú njóta þau hvers augnabliks saman, en faðirinn Peraza þykir kraftaverki líkast að dóttir sín líti við sér.

Hægt er að lesa frétt Daily News um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×