Ingveldur Einarsdóttir: Um opin og lokuð þinghöld Ingveldur Einarsdóttir skrifar 19. maí 2010 15:56 Eins og flestir vita, sem fylgst hafa með fréttum að undanförnu, er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sakamál á hendur níu einstaklingum sem ákærðir eru m.a. fyrir brot gegn Alþingi, brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu. Hefur fjöldi fólks óskað eftir því að vera viðstaddur réttarhöldin, en þau eru háð í stærsta dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur, sem tekur um 30 manns í sæti. Í ákvæði 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, er fjallað um opinbera málsmeðferð, en í réttinum til opinberrar málsmeðferðar felst m.a. að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði og opin þeim sem á vilja hlýða og fylgjast með. Þessi réttur er þó ekki fortakslaus, þar sem í ákvæðinu segir að banna megi fréttamönnum og almenningi aðgang réttarhöldunum að öllu eða nokkru, m.a. með tilliti til allsherjarreglu eða þjóðaröryggis eða vegna hagsmuna ungmenna, eða verndar einkalífs málsaðila, eða að svo miklu leyti sem dómstóllinn telur brýna nauðsyn bera til. Þá segir í ákvæðinu að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum. Þinghald fyrir luktum dyrum Í 10. gr. sakamálalaga nr. 88/2008, er regla þessi áréttuð þar sem segir að dómari geti ákveðið, að eigin frumkvæði eða eftir kröfu ákæranda, sakbornings eða brotaþola að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, að öllu leyti eða að hluta, ef hann telji það nauðsynlegt: a. til hlífðar sakborningi, brotaþola, vandamanni þeirra, vitni eða öðrum sem málið varðar, b. vegna nauðsynjar sakbornings, brotaþola, vitnis eða annars sem málið varðar á því að halda leyndum atriðum varðandi hagsmuni í viðskiptum eða samsvarandi aðstöðu, c.vegna hagsmuna almennings eða öryggis ríkisins, d. af velsæmisástæðum, e. til að halda uppi þingfriði, f. meðan á rannsókn máls stendur og hætta þykir á sakarspjöllum ef þing væri háð fyrir opnum dyrum, g. meðan vitni gefur skýrslu án þess að það þurfi að skýra frá nafni sínu í heyranda hljóði, sbr. 8. mgr. 122. gr. Þá segir í sama ákvæði að þótt þinghald sé háð í heyranda hljóði sé dómara rétt að takmarka fjölda áheyrenda við þá sem rúmast á þingstað með góðu móti. Dómari geti einnig meinað þeim aðgang sem eru yngri en 15 ára eða þannig á sig komnir að návist þeirra samræmist ekki góðri reglu við þinghald eða ef hætta er á að nærvera þeirra valdi því að sakborningur eða vitni skýri ekki satt frá. Jafnframt er dómara rétt að vísa manni úr þinghaldi ef návist hans horfir til truflunar þingfriði eða framkoma hans er óviðeigandi í orði eða verki. Ákvörðun dómara um að víkja manni úr þinghaldi má framfylgja með lögregluvaldi ef með þarf. Málsmeðferðarreglur bundnar í lög Málsmeðferðarreglur þessar, sem eiga sér samhljóm í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, eru ekki settar til höfuðs þeim sem fylgjast vilja með réttarhöldum, heldur til þess að þeim sem vilja fylgjast með, sé það fært. Þær eru einnig settar til verndar sakborningum, vitnum og öðrum sem viðstaddir eru þinghaldið. Sakborningur á rétt til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér innan hæfilegs tíma, sbr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Þessa reglu ber dómstólum að virða, en til þess að svo megi verða, er þeim nauðsynlegt að hafa starfsfrið, ekki síst við stjórnun þinghalda. Mál þau sem berast til dómstóla, eru af mörgum toga og mörg hver þess eðlis að vitni getur reynst afar þungbært að skýra frá reynslu sinni að viðstöddu fjölmenni. Hið sama getur gilt um sakborninga. Þannig vegast á hagsmunir þeirra sem vilja fylgjast með réttarhöldum og þeirra sem réttarhöldin snúast um og málið varðar mest. Reglan um að dómþing skuli háð í heyranda hljóði verður þannig ekki skilin á þann hátt að öllum beri skilyrðislaus óheftur aðgangur að þinghöldum. Dómarar dæma einungis eftir lögunum, sbr. 61. gr. stjórnarskrárinnar. Þær reglur um málsmeðferð sem að ofan eru raktar og varða m.a. takmörkun aðgangs að þinghöldum, eru allar bundnar í lög. Eins og fram kemur í 6. gr. Mannréttindasáttmálans skal hver maður eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómi og skal skipan hans ákveðin með lögum. Þannig má dómari aldrei vera háður neinum sem gæti haft áhrif á afstöðu hans í tilteknum málum. Öll viðleitni hagsmunasamtaka, almennings og stjórnmálamanna til að hafa áhrif á úrlausnir dómstóla grefur undan réttaröryggi borgaranna og veikir stöðu réttarríkisins. Saklaus uns sekt er sönnuð Eins og að framan greinir er það mál sem hlotið hefur mikla athygli fjölmiðla undanfarna daga, mál svokallaðra níumenninga. Aðalmeðferð í málinu hefur ekki verið háð og því enginn dómur fallið í málinu. Þrátt fyrir það sem lesa má á hinum ýmsu bloggsíðum um væntingar manna til niðurstöðu dómsins í því máli, er brýnt að hafa í huga að saklausir teljast menn þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Þessi grundvallarregla kemur fram í ofannefndri 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Hún er fortakslaus og á jafnt við í þessu máli sem og öðrum þeim sakamálum sem berast munu dómstólum á næstunni, hvort sem þau má rekja með einum eða öðrum hætti til hruns íslensks efnahagslífs eða ekki. Ingveldur Einarsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita, sem fylgst hafa með fréttum að undanförnu, er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sakamál á hendur níu einstaklingum sem ákærðir eru m.a. fyrir brot gegn Alþingi, brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu. Hefur fjöldi fólks óskað eftir því að vera viðstaddur réttarhöldin, en þau eru háð í stærsta dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur, sem tekur um 30 manns í sæti. Í ákvæði 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, er fjallað um opinbera málsmeðferð, en í réttinum til opinberrar málsmeðferðar felst m.a. að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði og opin þeim sem á vilja hlýða og fylgjast með. Þessi réttur er þó ekki fortakslaus, þar sem í ákvæðinu segir að banna megi fréttamönnum og almenningi aðgang réttarhöldunum að öllu eða nokkru, m.a. með tilliti til allsherjarreglu eða þjóðaröryggis eða vegna hagsmuna ungmenna, eða verndar einkalífs málsaðila, eða að svo miklu leyti sem dómstóllinn telur brýna nauðsyn bera til. Þá segir í ákvæðinu að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum. Þinghald fyrir luktum dyrum Í 10. gr. sakamálalaga nr. 88/2008, er regla þessi áréttuð þar sem segir að dómari geti ákveðið, að eigin frumkvæði eða eftir kröfu ákæranda, sakbornings eða brotaþola að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, að öllu leyti eða að hluta, ef hann telji það nauðsynlegt: a. til hlífðar sakborningi, brotaþola, vandamanni þeirra, vitni eða öðrum sem málið varðar, b. vegna nauðsynjar sakbornings, brotaþola, vitnis eða annars sem málið varðar á því að halda leyndum atriðum varðandi hagsmuni í viðskiptum eða samsvarandi aðstöðu, c.vegna hagsmuna almennings eða öryggis ríkisins, d. af velsæmisástæðum, e. til að halda uppi þingfriði, f. meðan á rannsókn máls stendur og hætta þykir á sakarspjöllum ef þing væri háð fyrir opnum dyrum, g. meðan vitni gefur skýrslu án þess að það þurfi að skýra frá nafni sínu í heyranda hljóði, sbr. 8. mgr. 122. gr. Þá segir í sama ákvæði að þótt þinghald sé háð í heyranda hljóði sé dómara rétt að takmarka fjölda áheyrenda við þá sem rúmast á þingstað með góðu móti. Dómari geti einnig meinað þeim aðgang sem eru yngri en 15 ára eða þannig á sig komnir að návist þeirra samræmist ekki góðri reglu við þinghald eða ef hætta er á að nærvera þeirra valdi því að sakborningur eða vitni skýri ekki satt frá. Jafnframt er dómara rétt að vísa manni úr þinghaldi ef návist hans horfir til truflunar þingfriði eða framkoma hans er óviðeigandi í orði eða verki. Ákvörðun dómara um að víkja manni úr þinghaldi má framfylgja með lögregluvaldi ef með þarf. Málsmeðferðarreglur bundnar í lög Málsmeðferðarreglur þessar, sem eiga sér samhljóm í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, eru ekki settar til höfuðs þeim sem fylgjast vilja með réttarhöldum, heldur til þess að þeim sem vilja fylgjast með, sé það fært. Þær eru einnig settar til verndar sakborningum, vitnum og öðrum sem viðstaddir eru þinghaldið. Sakborningur á rétt til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér innan hæfilegs tíma, sbr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Þessa reglu ber dómstólum að virða, en til þess að svo megi verða, er þeim nauðsynlegt að hafa starfsfrið, ekki síst við stjórnun þinghalda. Mál þau sem berast til dómstóla, eru af mörgum toga og mörg hver þess eðlis að vitni getur reynst afar þungbært að skýra frá reynslu sinni að viðstöddu fjölmenni. Hið sama getur gilt um sakborninga. Þannig vegast á hagsmunir þeirra sem vilja fylgjast með réttarhöldum og þeirra sem réttarhöldin snúast um og málið varðar mest. Reglan um að dómþing skuli háð í heyranda hljóði verður þannig ekki skilin á þann hátt að öllum beri skilyrðislaus óheftur aðgangur að þinghöldum. Dómarar dæma einungis eftir lögunum, sbr. 61. gr. stjórnarskrárinnar. Þær reglur um málsmeðferð sem að ofan eru raktar og varða m.a. takmörkun aðgangs að þinghöldum, eru allar bundnar í lög. Eins og fram kemur í 6. gr. Mannréttindasáttmálans skal hver maður eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómi og skal skipan hans ákveðin með lögum. Þannig má dómari aldrei vera háður neinum sem gæti haft áhrif á afstöðu hans í tilteknum málum. Öll viðleitni hagsmunasamtaka, almennings og stjórnmálamanna til að hafa áhrif á úrlausnir dómstóla grefur undan réttaröryggi borgaranna og veikir stöðu réttarríkisins. Saklaus uns sekt er sönnuð Eins og að framan greinir er það mál sem hlotið hefur mikla athygli fjölmiðla undanfarna daga, mál svokallaðra níumenninga. Aðalmeðferð í málinu hefur ekki verið háð og því enginn dómur fallið í málinu. Þrátt fyrir það sem lesa má á hinum ýmsu bloggsíðum um væntingar manna til niðurstöðu dómsins í því máli, er brýnt að hafa í huga að saklausir teljast menn þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Þessi grundvallarregla kemur fram í ofannefndri 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Hún er fortakslaus og á jafnt við í þessu máli sem og öðrum þeim sakamálum sem berast munu dómstólum á næstunni, hvort sem þau má rekja með einum eða öðrum hætti til hruns íslensks efnahagslífs eða ekki. Ingveldur Einarsdóttir
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun