Erlent

Fyrstu myndir af Cameron og barninu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsætisráðuneytið hefur birt fyrstu myndir af David Cameron og yngsta barninu hans. Mynd/ afp.
Forsætisráðuneytið hefur birt fyrstu myndir af David Cameron og yngsta barninu hans. Mynd/ afp.
Breska forsætisráðuneytið hefur birt fyrstu myndirnar af nýfæddu barni Davids Cameron forsætisráðherra. Stúlkan heitir Florence Rose Endellion og fæddist á þriðjudag.

Breska blaðið Guardina segir að stjórnmálamenn séu oft gagnrýndir fyrir að reyna að vinna sér hylli almennings með því að láta birta myndir af sér kyssandi og kjamsandi lítil börn. Hins vegar verði að fyrirgefa David Cameron það að vilja deilda hjartnæmu augnabliki hans og dótturinnar með almenningi.

Florence er fjórða barn Davids og Samönthu eiginkonu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×