Salan fyrir luktum dyrum og kaupverð ekki gefið upp 5. ágúst 2010 18:45 Stjórnarformaður Heklu og fyrrverandi forstjóri félagsins keypti Vélasvið Heklu út úr fyrirtækinu í byrjun sumars. Arion banki á Heklu en salan fór fram fyrir luktum dyrum og kaupverð er ekki gefið upp. Knútur Hauksson, fyrrverandi forstjóri Heklu, keypti fyrirtækið ásamt öðrum fjárfestum og varð forstjóri þess árið 2006. Illa fór í hruninu og tók Kaupþing fyrirtækið yfir. Knútur stýrði fyrirtækinu samt áfram. Hekla hefur verið í höndum Arion banka allra síðustu misserin, en það var í sumar, að vélasvið Heklu var selt út úr fyrirtækinu. Salan var ekki auglýst. Kaupandinn var forstjórinn Knútur Hauksson. Hann, ásamt stjórnendum vélasviðsins hefur stofnað fyrirtækið Klett utan um reksturinn. Knútur er nú framkvæmdastóri Kletts, en jafnframt stjórnarformaður Heklu. Klettur, áður vélasvið Heklu, er meðal annars með umboð fyrir Catepillar vélar, Dunlop, Goodyear og Scania. Segja má að vélasviðið hafi verið mikilvægt fyrir Heklu í gegnum tíðina en Caterpillar vinnuvélar hafa til dæmis komið að öllum helstu stórframkvæmdum á sviði jarðvinnu hérlendis. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir að staða vélasviðsins hafi verið þannig að ekki hafi þótt kostur að setja það í opið og gagnsætt söluferli. Til að mynda hafi Knútur og félagar sjálfir haft einkarétt að Catepillar umboðinu. Knútur tekur undir það. Catepillar feli einungis einstaklingum umboðið, ekki fyrirtækjum. Sverrir Viðar Hauksson, núverandi forstjóri Heklu segir að Tryggvi Jónsson, forveri Knúts, hafi haft umboðið í sinni forstjóratíð. Kaupverðið fæst ekki gefið upp. Knútur Hauksson segir að í kaupunum felist yfirtaka á skuldum og að nýir eigendur leggi Kletti til töluvert rekstrarfé. Í lok árs 2008 námu skuldir Heklu ríflega tíu milljörðum króna, en eignir félagsins námu þá um helmingi þess. Sverrir Viðar, segir að í venjulegu árferði hafi starfsemi vélasviðsins verið um fjórðungur starfseminnar. Berghildur Erla hjá Arion banka segir að bílasvið Heklu fari í söluferli á næstu mánuðum. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Stjórnarformaður Heklu og fyrrverandi forstjóri félagsins keypti Vélasvið Heklu út úr fyrirtækinu í byrjun sumars. Arion banki á Heklu en salan fór fram fyrir luktum dyrum og kaupverð er ekki gefið upp. Knútur Hauksson, fyrrverandi forstjóri Heklu, keypti fyrirtækið ásamt öðrum fjárfestum og varð forstjóri þess árið 2006. Illa fór í hruninu og tók Kaupþing fyrirtækið yfir. Knútur stýrði fyrirtækinu samt áfram. Hekla hefur verið í höndum Arion banka allra síðustu misserin, en það var í sumar, að vélasvið Heklu var selt út úr fyrirtækinu. Salan var ekki auglýst. Kaupandinn var forstjórinn Knútur Hauksson. Hann, ásamt stjórnendum vélasviðsins hefur stofnað fyrirtækið Klett utan um reksturinn. Knútur er nú framkvæmdastóri Kletts, en jafnframt stjórnarformaður Heklu. Klettur, áður vélasvið Heklu, er meðal annars með umboð fyrir Catepillar vélar, Dunlop, Goodyear og Scania. Segja má að vélasviðið hafi verið mikilvægt fyrir Heklu í gegnum tíðina en Caterpillar vinnuvélar hafa til dæmis komið að öllum helstu stórframkvæmdum á sviði jarðvinnu hérlendis. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir að staða vélasviðsins hafi verið þannig að ekki hafi þótt kostur að setja það í opið og gagnsætt söluferli. Til að mynda hafi Knútur og félagar sjálfir haft einkarétt að Catepillar umboðinu. Knútur tekur undir það. Catepillar feli einungis einstaklingum umboðið, ekki fyrirtækjum. Sverrir Viðar Hauksson, núverandi forstjóri Heklu segir að Tryggvi Jónsson, forveri Knúts, hafi haft umboðið í sinni forstjóratíð. Kaupverðið fæst ekki gefið upp. Knútur Hauksson segir að í kaupunum felist yfirtaka á skuldum og að nýir eigendur leggi Kletti til töluvert rekstrarfé. Í lok árs 2008 námu skuldir Heklu ríflega tíu milljörðum króna, en eignir félagsins námu þá um helmingi þess. Sverrir Viðar, segir að í venjulegu árferði hafi starfsemi vélasviðsins verið um fjórðungur starfseminnar. Berghildur Erla hjá Arion banka segir að bílasvið Heklu fari í söluferli á næstu mánuðum.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira