Lenti í slysi og missti vinnuna í kjölfarið Erla Hlynsdóttir skrifar 3. nóvember 2010 12:52 Friðrik Ottó Ragnarsson er þakklátur Starfsendurhæfingarsjóði Mynd: Virk.is Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. Friðrik Ottó Ragnarsson járnsmiður hafði nýlega misst konu sína sem hafði barist við krabbamein í sjö ár þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi og missti í kjölfarið vinnuna. Friðrik segir Starfsendurhæfingasjóð hafa skipt sköpum þegar hann var í endurhæfingu og er hann nú kominn með nýja vinnu. Friðrik er í viðtali á heimasíðu Starfsendurhæfingasjóðs þar sem hann segir frá reynslu sinni. Þrjú áföll á skömmum tíma „Hálfu ári eftir að pabbi minn dó missti ég konuna mína. Hún hafði barist við krabbamein í sjö ár. Svo lenti í bílslysinu og missti vinnuna í kjölfarið. Vissulega var þetta gríðarlega mikið álag en ég hélt alltaf haus. Aðstoðin frá Starfsendurhæfingarsjóði gegndi miklu hlutverki," segir hann.Greiddi fyrir sjúkraþjálfun Friðrik kveðst hafa leitað til stéttarfélagsins síns, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, strax eftir slysið. ,,Þeir útveguðu mér lögfræðing til þess að fara í gegnum allt ferlið. Seinna bentu þeir mér svo á að hafa samband við ráðgjafa á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs. Sjóðurinn hefur greitt sjúkraþjálfun fyrir mig en fyrst greiddi ég sjálfur fyrir hana og fékk síðan endurgreitt hjá stéttarfélaginu mínu. Það eru hins vegar ekki allir sem hafa handbært fé til að leggja sjálfir út fyrir slíku. Þægindin við að þurfa ekki að standa í því eru einnig mikil."Glaður í hjarta Friðrik segir að á sínum yngri árum hafi hann ekki séð neinn tilgang með því að greiða í stéttarfélagsgjöld. „ Nú er ég glaður í hjarta vegna allrar aðstoðarinnar frá stéttarfélaginu mínu og Starfsendurhæfingarsjóði í kjölfar slyssins sem ég lenti í. Nú skil ég mikilvægi þess að hafa gott stéttarfélag á bak við sig. Ráðgjafinn á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs hefur jafnframt reynst mér afar vel," segir hann.Átak að byrja aftur að vinna Vegna verkjanna sem Friðrik er enn með stefndi hann að því að skipta um starfsvettvang. ,,Ég hef verið að leita fyrir mér annað slagið og byrjaði að vinna á sambýli 1. október síðastliðinn. Þetta er vaktavinna og mér líst mjög vel á hana." Aðspurður segist Friðrik hafa kviðið því svolítið að fara á nýjan vinnustað. ,,Það er svolítið átak að byrja aftur þegar maður er búinn að vera frá vinnu í nær tvö ár og í starfi sem maður hefur aldrei unnið við. En ég held að það sé bara eðlilegt að finna fyrir svolitlum kvíða. En þegar ég fór að tala við fólkið sem ég vinn með þá hvarf allur kvíði. Þetta er bara gott mál." Vitalið við Friðrik má lesa í heild sinni á vef Starfsendurhæfingarsjóðs. Starfsendurhæfingarsjóður er sjálfseignastofnun sem var upphaflega stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í maí 2008. Í janúar 2009 var síðan undirrituð ný stofnskrá sjóðsins með aðkomu stéttarfélaga og atvinnurekenda á opinberum vinnumarkaði. Sjóðurinn byggir á samkomulagi um nýtt fyrirkomulag starfsendurhæfingar í kjarasamningum á vinnumarkaði á árinu 2008. Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. Friðrik Ottó Ragnarsson járnsmiður hafði nýlega misst konu sína sem hafði barist við krabbamein í sjö ár þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi og missti í kjölfarið vinnuna. Friðrik segir Starfsendurhæfingasjóð hafa skipt sköpum þegar hann var í endurhæfingu og er hann nú kominn með nýja vinnu. Friðrik er í viðtali á heimasíðu Starfsendurhæfingasjóðs þar sem hann segir frá reynslu sinni. Þrjú áföll á skömmum tíma „Hálfu ári eftir að pabbi minn dó missti ég konuna mína. Hún hafði barist við krabbamein í sjö ár. Svo lenti í bílslysinu og missti vinnuna í kjölfarið. Vissulega var þetta gríðarlega mikið álag en ég hélt alltaf haus. Aðstoðin frá Starfsendurhæfingarsjóði gegndi miklu hlutverki," segir hann.Greiddi fyrir sjúkraþjálfun Friðrik kveðst hafa leitað til stéttarfélagsins síns, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, strax eftir slysið. ,,Þeir útveguðu mér lögfræðing til þess að fara í gegnum allt ferlið. Seinna bentu þeir mér svo á að hafa samband við ráðgjafa á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs. Sjóðurinn hefur greitt sjúkraþjálfun fyrir mig en fyrst greiddi ég sjálfur fyrir hana og fékk síðan endurgreitt hjá stéttarfélaginu mínu. Það eru hins vegar ekki allir sem hafa handbært fé til að leggja sjálfir út fyrir slíku. Þægindin við að þurfa ekki að standa í því eru einnig mikil."Glaður í hjarta Friðrik segir að á sínum yngri árum hafi hann ekki séð neinn tilgang með því að greiða í stéttarfélagsgjöld. „ Nú er ég glaður í hjarta vegna allrar aðstoðarinnar frá stéttarfélaginu mínu og Starfsendurhæfingarsjóði í kjölfar slyssins sem ég lenti í. Nú skil ég mikilvægi þess að hafa gott stéttarfélag á bak við sig. Ráðgjafinn á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs hefur jafnframt reynst mér afar vel," segir hann.Átak að byrja aftur að vinna Vegna verkjanna sem Friðrik er enn með stefndi hann að því að skipta um starfsvettvang. ,,Ég hef verið að leita fyrir mér annað slagið og byrjaði að vinna á sambýli 1. október síðastliðinn. Þetta er vaktavinna og mér líst mjög vel á hana." Aðspurður segist Friðrik hafa kviðið því svolítið að fara á nýjan vinnustað. ,,Það er svolítið átak að byrja aftur þegar maður er búinn að vera frá vinnu í nær tvö ár og í starfi sem maður hefur aldrei unnið við. En ég held að það sé bara eðlilegt að finna fyrir svolitlum kvíða. En þegar ég fór að tala við fólkið sem ég vinn með þá hvarf allur kvíði. Þetta er bara gott mál." Vitalið við Friðrik má lesa í heild sinni á vef Starfsendurhæfingarsjóðs. Starfsendurhæfingarsjóður er sjálfseignastofnun sem var upphaflega stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í maí 2008. Í janúar 2009 var síðan undirrituð ný stofnskrá sjóðsins með aðkomu stéttarfélaga og atvinnurekenda á opinberum vinnumarkaði. Sjóðurinn byggir á samkomulagi um nýtt fyrirkomulag starfsendurhæfingar í kjarasamningum á vinnumarkaði á árinu 2008.
Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira