Erlent

Landabrugg fer ört vaxandi í Bandaríkjunum

Æ fleiri Bandaríkjamenn leggja nú stund á landabruggun þótt hún sé ólögleg í öllum ríkjum Bandaríkjanna og við henni liggi háar sektir og fangelsisdómar.

Landabruggun í Bandaríkjunum eða moonshine eins og hún er kölluð hefur yfirleitt verið bundin við einangruð og afskekkt sveitarhéruð en nú berast fregnir af henni í flestum borgum landsins.

Í ítarlegri umfjöllun um málið á BBC segir að lögregluyfirvöld eigi erfitt með að festa tölu á þá sem brugga landa en áætlað hefur verið að yfir milljón Bandaríkjamenn geri slíkt í dag. Höfuðstæðan fyrir þessari auknu útbreiðslu á landabruggi er erfitt efnahagsástand í kjölfar kreppunnar.

Max Watman sem skrifað hefur um litríka sögu landabruggs í Bandaríkjunum frá bannárunum og fram á okkar daga segir að gífurleg aukning hafi orðið á þeim fjölda fólks sem stundar landabrugg. Og það þótt lögreglan flokki slíkt sem alvarlegan glæp. Að vera tekinn með bruggtæki getur kostað allt að tæpar 2 milljónir króna í sekt og allt að fimm ár í fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×