Erlent

Mikil aukning skilnaða hjá eldri hjónum í Danmörku

Æ fleiri eldri hjón í Danmörku velja skilnað þegar silfurbrúðkaupsdagurinn er í sjónmáli.

Nýjar tölur frá hagstofu Danmerkur sýna að á síðustu þremur árum hefur skilnuðum meðal fólks sem búið hefur í hjónabandi í 25 ár fjölgað um 37%. Og á síðustu 10 árum hefur fjöldi skilnaða meðal fólks sem komið er yfir sextugt tvöfaldast.

Samkvæmt frétt um málið í Berlingske Tidende þykir eldri borgurum nú meira varið í einstaklingsfrelsi sitt en að vera bundinn annarri manneskju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×