Erlent

Reyndi að brjótast inn í stjórnklefa

Óli Tynes skrifar

Farþegi um borð í breskri farþegaþotu á leið til Kanaríeyja var færður í fjötra eftir að hann reyndi að ráðast inn í stjórnklefa vélarinnar.

Vélin var frá Thomson Airways. Félagið hefur staðfest að maðurinn hafi látið dólgslega gagnvart áhöfn og öðrum farþegum.

Það hafi endað með því að hann reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann. Þá var ráðist til atlögu við hann og aðrir farþegar aðstoðuðu flugliða við að binda hann niður.

Ekki er talið að þetta tengist hryðjuverkum á nokkurn hátt. Maðurinn hafi einfaldlega verið svo ofboðslega flughræddur að hann missti stjórn á sér.

Honum var enda sleppt eftir að lögregla á Kanaríeyjum hafði yfirheyrt hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×