Erlent

Víst hafa fiskarnir fögur hljóð

Óli Tynes skrifar
Hvað segið þið strákar?
Hvað segið þið strákar?

Nýsjálenskur haffræðingur hefur komist að því að fiskar tali saman. Þetta á þó ekki við um alla fiska. Shahriman Ghazali segir að allir fiskar hafi heyrn en þeir geti ekki allir gefið frá sér hljóð.

Það geta aðeins fiskar af geisluggaflokki. Þeir eru einu dýrin sem hafa sundmaga og mynda hljóð með því að framkalla í honum titring.

Ghazali segir að fiskarnir tjái sig af ýmsum orsökum. Til þess til dæmis að draga að sér maka og til þess að hræða frá sér óvini.

Það þýðir þó lítið fyrir ykkur að reyna að tala við gullfiskana ykkar að sögn haffræðingsins; „Gullfiskar heyra ágætlega, en segja ekki múkk."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×