Hókípókí-vinnubrögð við útboð á borun á Vaðlaheiði 15. nóvember 2010 06:00 Rannsóknarholurnar eru boraðar til að undirbúa Vaðlaheiðargöng. Verkið er langt komið.Fréttablaðið / KK Ræktunarsamband Flóa og Skeiða (RSFS) borar nú rannsóknarholur á Vaðlaheiði þrátt fyrir að hafa ekki mátt bjóða í verkið vegna þess að það er í greiðslustöðvun. Sambandið fór bakleið að verkinu, sem undirverktaki nátengds fyrirtækis. Vegamálastjóri segir þetta skrítið en þó löglegt. RSFS bauð lægst í verkið en kom ekki til greina vegna greiðslustöðvunarinnar. Næstlægsta boðið, 40 milljónir, var frá Geotækni ehf., fyrirtæki með þrjá starfsmenn sem skráð er með sama heimilisfang og RSFS. Framkvæmdastjóri Geotækni er verkefnisstjóri í jarðvinnudeild RSFS. Geotækni fékk verkið. Friðfinnur K. Daníelsson, forstjóri þriðja bjóðandans, Alvarrs ehf., var ósáttur við þetta og sendi Vegagerðinni bréf þar sem hann viðraði þá skoðun sína að Geotækni væri lítið annað en leppur RSFS. Hann spurði jafnframt um reynslu Geotækni af jarðborunum og hvaða mannskap og búnað þeir hygðust nota. Í svari til hans kemur fram að RSFS verði undirverktaki Geotækni í verkinu „og er vísað til þess fyrirtækis um tækjabúnað, tæknilega reynslu, og reynslu starfsmanna þess sem áætlað er að vinna muni verkið“. „Mér finnst þetta alveg vitaótækt með öllu,“ segir Friðfinnur. „Þetta er hókípókí-aðferð til að koma sér fram hjá hindrunum sem Vegagerðin leggur fyrir menn. Þetta eru bara hundakúnstir sem eiga ekki að líðast í viðskiptum.“ Menn séu í örvæntingu að fara á svig við anda laganna, sem sé bara hægt vegna þess að lögin séu götótt. Friðfinnur bendir á að ef verkið hefði kostað 50 milljónir eða meira hefði það flokkast sem stórt verk, aðrar reglur hefðu gilt og fyrirkomulagið ekki fengist samþykkt. Friðfinnur hefur síðan fundað með vegamálastjóra og samgönguráðherra vegna málsins. „Mér fannst líka fyrst að þetta væri eitthvað skrítið en okkar lögfræðingar fóru fram og aftur yfir þetta með tilliti til þess hvernig Geotækni tengist Ræktunarsambandinu og þeirra fjárhagsstöðu og niðurstaðan var sú að það væri ekki hægt að ganga fram hjá Geotækni,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Samkvæmt útboðsgögnum megi verktakar vera með undirverktaka og engin krafa sé um að þeir séu ekki í greiðslustöðvun. Spurður hvort þetta sé ekki gloppa í lögunum segir Hreinn vel geta verið að úr þessu þurfi að bæta. „En við verðum bara að fylgja þeim lögum sem gilda, þó að manni finnist þau stundum svolítið skrítin.“ stigur@frettabladid.is Friðfinnur K. Daníelsson Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða (RSFS) borar nú rannsóknarholur á Vaðlaheiði þrátt fyrir að hafa ekki mátt bjóða í verkið vegna þess að það er í greiðslustöðvun. Sambandið fór bakleið að verkinu, sem undirverktaki nátengds fyrirtækis. Vegamálastjóri segir þetta skrítið en þó löglegt. RSFS bauð lægst í verkið en kom ekki til greina vegna greiðslustöðvunarinnar. Næstlægsta boðið, 40 milljónir, var frá Geotækni ehf., fyrirtæki með þrjá starfsmenn sem skráð er með sama heimilisfang og RSFS. Framkvæmdastjóri Geotækni er verkefnisstjóri í jarðvinnudeild RSFS. Geotækni fékk verkið. Friðfinnur K. Daníelsson, forstjóri þriðja bjóðandans, Alvarrs ehf., var ósáttur við þetta og sendi Vegagerðinni bréf þar sem hann viðraði þá skoðun sína að Geotækni væri lítið annað en leppur RSFS. Hann spurði jafnframt um reynslu Geotækni af jarðborunum og hvaða mannskap og búnað þeir hygðust nota. Í svari til hans kemur fram að RSFS verði undirverktaki Geotækni í verkinu „og er vísað til þess fyrirtækis um tækjabúnað, tæknilega reynslu, og reynslu starfsmanna þess sem áætlað er að vinna muni verkið“. „Mér finnst þetta alveg vitaótækt með öllu,“ segir Friðfinnur. „Þetta er hókípókí-aðferð til að koma sér fram hjá hindrunum sem Vegagerðin leggur fyrir menn. Þetta eru bara hundakúnstir sem eiga ekki að líðast í viðskiptum.“ Menn séu í örvæntingu að fara á svig við anda laganna, sem sé bara hægt vegna þess að lögin séu götótt. Friðfinnur bendir á að ef verkið hefði kostað 50 milljónir eða meira hefði það flokkast sem stórt verk, aðrar reglur hefðu gilt og fyrirkomulagið ekki fengist samþykkt. Friðfinnur hefur síðan fundað með vegamálastjóra og samgönguráðherra vegna málsins. „Mér fannst líka fyrst að þetta væri eitthvað skrítið en okkar lögfræðingar fóru fram og aftur yfir þetta með tilliti til þess hvernig Geotækni tengist Ræktunarsambandinu og þeirra fjárhagsstöðu og niðurstaðan var sú að það væri ekki hægt að ganga fram hjá Geotækni,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Samkvæmt útboðsgögnum megi verktakar vera með undirverktaka og engin krafa sé um að þeir séu ekki í greiðslustöðvun. Spurður hvort þetta sé ekki gloppa í lögunum segir Hreinn vel geta verið að úr þessu þurfi að bæta. „En við verðum bara að fylgja þeim lögum sem gilda, þó að manni finnist þau stundum svolítið skrítin.“ stigur@frettabladid.is Friðfinnur K. Daníelsson
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira