Erlent

Skæruliðar banna hjálparstofnanir

Óli Tynes skrifar
Arðbærasta atvinnugreinin í Sómalíu er sjórán.
Arðbærasta atvinnugreinin í Sómalíu er sjórán.

Hryðjuverkasamtök í Sómalíu sem hafa tengsl við Al Kaida hefur bannað þrem kristilegum hjálparstofnunum að starfa í landinu.

Í yfirlýsingu frá Al Shabab eru stofnanirnar sakaðar um að stunda trúboð. Yfirgnæfandi meirihluti Sómala eru múhameðstrúar. Al Shabab vöruðu einnig aðrar hjálparstofnanir við að fylla upp í skarð þeirra kristilegu.

Samtökin hafa áður bannað ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna að starfa í Sómalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×