Erlent

Hænan kom á undan egginu

Hæna verpti fyrsta hænueggi veraldar. Samkvæmt því klaktist hænan sú ekki úr hænueggi.
Hæna verpti fyrsta hænueggi veraldar. Samkvæmt því klaktist hænan sú ekki úr hænueggi.

Breskir vísindamenn hafa nú leyst hina ævafornu gátu um það hvort kom á undan, hænan eða eggið. Svarið er hænan.

Vísindamennirnir segja annað óhugsandi en að hænan hafi komið á undan vegna þess að framleiðsla eggja sé aðeins möguleg vegna tiltekins próteins í eggjastokkum hænanna.

„Menn hefur lengi grunað að eggið hafi komið á undan en nú höfum við vísindalega sönnun þess að í raun var það hænan," sagði dr. Colin Freeman við Sheffield-háskóla þegar niðurstaðan var ljós. Til að komast að henni þurfti ofurtölvan HECToR að kanna byggingu eggs nánar en hingað til hefur verið unnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×