Lærum af reynslunni Ingólfur Sverrisson skrifar 15. desember 2010 06:15 Fyrir eitt hundrað árum voru flestar þjóðir Evrópu mjög uppteknar af því að blása upp taumlausa þjóðernishyggju innan sinna landamæra. Hún byggðist á því að viðkomandi þjóð væri sérstakari, klárari og merkilegri á alla lund en aðrar þjóðir á meginlandinu og þess vegna flest leyfilegt. Þetta kemur vel fram í þeirri merku bók „Veröld sem var" eftir Stefan Zweig sem lýsir því hvernig skólarnir voru nýttir til að innræta nemendum sínum dýrkun á öllu því sem þýskt var og um leið fyrirlitningu á nágrönnum sínum. Þetta voðalega fólk væru einlægt að troða illsakir við þá og því væri fátt göfugra en að lemja á þegnum þessara þjóða með vel heppnuðu stríði til að leysa þar með öll þessi leiðindi. Þannig væri vænlegast að ljúka deilum og yrðu þær þar með úr sögunni og allir gætu lifað í germennskum friði um eilífð. Þessu til áréttingar var efnt til tveggja styrjalda sem enduðu með brjálæðislegasta blóðbaði sögunnar og skyldu eftir sig sýnu alvarlegri vandamál en þeim var ætlað að leysa. Eftir alla þessa villimennsku sáu Evrópubúar að þetta væri ekki vænleg leið. Því var sest á rökstóla og að lokum komu þjóðirnar sér saman um að endurskipuleggja Evrópu á þann veg að leysa deilur með viðræðum og leita samninga enda þótt þær gætu tekið nokkurn tíma. Það væri trúlega betri leið en slátrun á saklausu fólki sem hefði gefist illa og nyti ekki lengur stuðnings almennings. Upp úr þeim jarðvegi óx Evrópusambandið (ESB) sem getur nú sýnt fram á talsvert meiri árangur með því að starfa saman og ætla öðrum ekki sífellt allt hið versta. Íslenska reynslan Þannig fjarlægðust Evrópumenn heimspeki Þorgeirs sáluga Hávarssonar sem kaus aldrei frið ef ófriður var í boði. Þá speki nam hann við móðurkné og fylgdi fast eftir með Þormóði fóstbróður sínum Kolbrúnarskáldi með því að höggva friðsama bændur og búalið í spað að fornum sið og stela síðan frá þeim öllu fémætu að hætti sannra víkinga. Varð af þessu mikill hetjuskapur að þeirra mati enda þótt aðrir sem bjuggu landið kynnu þessu brölti illa og höfðu skömm á enda tekið upp nýjan sið. Þeir fóstbræður héldu samt áfram sínu frumstæða háttarlagi og skyldu sig þannig frá samlöndum sínum, sem höfðu lært að betra væri að ræða deilumál sín á milli og leysa þau frekar en að efna til ófriðar við hvert tækifæri. Þetta viðhorf varð ofan á og friður ríkti í nokkur hundruð ár. Þess vegna stöndum við í þeirri trú að við Íslendingar séum friðsöm þjóð sem „lifir sæl við ást og óð" eins og skáldið sagði og ætlum öðrum ekki allt það versta að óreyndu. Úrelt viðhorf Nú gerast hins vegar þau undur að hið virtasta fólk hér á landi telur engum vafa undirorpið að Evrópubúar vilji fá okkur í ESB til þess eins að svifta okkur auðlindunum, komast yfir allt sem fémætt getur talist og skilja okkur svo eftir í eymd og volæði. Þessu til sönnunnar eru útfærðar hinar ótrúlegustu hvatir stjórnenda ESB gagnvart Íslandi og sagðar tröllasögur sem við nánari skoðun eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Allur þessi málflutningur minnir á frásagnir kennara Stefans Zweig í bókinni, sem áður er nefnd, þegar hann þrumaði yfir nemendum sínum um yfirburði Þjóðverja og öll þau ósköp sem aðrar þjóðir vildu gera á hlut þeirra. Því væri fátt göfugra fyrir unga menn en að falla í stríði fyrir keisarann og fjölskyldu hans, eins og góði dátinn Svejk orðaði það. Svipuð viðhorf virðast því miður vera enn landlæg hér á landi og ekki batnaði það eftir að kreppan skall á. Þá svall mönnum móður yfir því að við gátum ekki farið okkar fram í einu og öllu gagnvart Evrópubúum, sem ekki skyldu yfirburði okkar og snilld á fjármálasviðinu þrátt fyrir ítarlegar útskýringar! Þar var innræti þessa Evrópufólks vel lýst og því hljótum við að vera tilbúnir að fara nýja för til Sviðinsstaða að hætti áðurnefndra fóstbræðra og láta finna fyrir okkur. Við getum líka refsað ESB-þjóðum með því að einangra okkur hér við ysta haf, gefið þeim langt nef og treyst á eigin ágæti í anda sjálfbærrar þróunnar. Þá munu Evrópubúar komast að því fullkeyptu, leggja niður skottið og hætta öllum áformum um að ræna Ísland! Treystum tengslin Nú finnst eflaust einhverjum að þessi frásögn sé nokkuð ýkt. Hún er líka sett fram til að skerpa línur í umræðunni í þeirri von að fleiri átti sig á því að við verðum að gæta okkur í samskiptum við aðrar þjóðir, ekki síst vinaþjóðir okkar, og ræða við þær með jákvæðu hugarfari . Auðvitað verðum við að halda vel á því sem skiptir okkur mestu og færa fram vönduð rök sem auka skilning á stöðu okkar og hagsmunum. Þá er til að mynda góð von til þess að unnt sé að ná hagstæðum samningum um aðild að ESB, sem nú er á dagskrá og síðar verða bornir undir þjóðina til lokaafgreiðslu. Hin aðferðin - að vilja ekki einu sinni ræða við ESB um hugsanlega aðild - minnir óneitanlega á ástandið sem hleypti öllu í bál og brand í Evrópu á síðustu öld og fóstbræðurnir Þorgeir og Þormóður reyndu á sínum tíma að endurvekja hér á landi við lítinn fögnuð. Lærum heldur af reynslunni enda kennir hún okkur að betra er að eyða tíma í að tala saman við nágranna okkar, treysta sambandið og komast að sameiginlegri niðurstöðu frekar en að gera sífellt hróp að þeim og kjósa ófrið á sama tíma og friður er í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir eitt hundrað árum voru flestar þjóðir Evrópu mjög uppteknar af því að blása upp taumlausa þjóðernishyggju innan sinna landamæra. Hún byggðist á því að viðkomandi þjóð væri sérstakari, klárari og merkilegri á alla lund en aðrar þjóðir á meginlandinu og þess vegna flest leyfilegt. Þetta kemur vel fram í þeirri merku bók „Veröld sem var" eftir Stefan Zweig sem lýsir því hvernig skólarnir voru nýttir til að innræta nemendum sínum dýrkun á öllu því sem þýskt var og um leið fyrirlitningu á nágrönnum sínum. Þetta voðalega fólk væru einlægt að troða illsakir við þá og því væri fátt göfugra en að lemja á þegnum þessara þjóða með vel heppnuðu stríði til að leysa þar með öll þessi leiðindi. Þannig væri vænlegast að ljúka deilum og yrðu þær þar með úr sögunni og allir gætu lifað í germennskum friði um eilífð. Þessu til áréttingar var efnt til tveggja styrjalda sem enduðu með brjálæðislegasta blóðbaði sögunnar og skyldu eftir sig sýnu alvarlegri vandamál en þeim var ætlað að leysa. Eftir alla þessa villimennsku sáu Evrópubúar að þetta væri ekki vænleg leið. Því var sest á rökstóla og að lokum komu þjóðirnar sér saman um að endurskipuleggja Evrópu á þann veg að leysa deilur með viðræðum og leita samninga enda þótt þær gætu tekið nokkurn tíma. Það væri trúlega betri leið en slátrun á saklausu fólki sem hefði gefist illa og nyti ekki lengur stuðnings almennings. Upp úr þeim jarðvegi óx Evrópusambandið (ESB) sem getur nú sýnt fram á talsvert meiri árangur með því að starfa saman og ætla öðrum ekki sífellt allt hið versta. Íslenska reynslan Þannig fjarlægðust Evrópumenn heimspeki Þorgeirs sáluga Hávarssonar sem kaus aldrei frið ef ófriður var í boði. Þá speki nam hann við móðurkné og fylgdi fast eftir með Þormóði fóstbróður sínum Kolbrúnarskáldi með því að höggva friðsama bændur og búalið í spað að fornum sið og stela síðan frá þeim öllu fémætu að hætti sannra víkinga. Varð af þessu mikill hetjuskapur að þeirra mati enda þótt aðrir sem bjuggu landið kynnu þessu brölti illa og höfðu skömm á enda tekið upp nýjan sið. Þeir fóstbræður héldu samt áfram sínu frumstæða háttarlagi og skyldu sig þannig frá samlöndum sínum, sem höfðu lært að betra væri að ræða deilumál sín á milli og leysa þau frekar en að efna til ófriðar við hvert tækifæri. Þetta viðhorf varð ofan á og friður ríkti í nokkur hundruð ár. Þess vegna stöndum við í þeirri trú að við Íslendingar séum friðsöm þjóð sem „lifir sæl við ást og óð" eins og skáldið sagði og ætlum öðrum ekki allt það versta að óreyndu. Úrelt viðhorf Nú gerast hins vegar þau undur að hið virtasta fólk hér á landi telur engum vafa undirorpið að Evrópubúar vilji fá okkur í ESB til þess eins að svifta okkur auðlindunum, komast yfir allt sem fémætt getur talist og skilja okkur svo eftir í eymd og volæði. Þessu til sönnunnar eru útfærðar hinar ótrúlegustu hvatir stjórnenda ESB gagnvart Íslandi og sagðar tröllasögur sem við nánari skoðun eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Allur þessi málflutningur minnir á frásagnir kennara Stefans Zweig í bókinni, sem áður er nefnd, þegar hann þrumaði yfir nemendum sínum um yfirburði Þjóðverja og öll þau ósköp sem aðrar þjóðir vildu gera á hlut þeirra. Því væri fátt göfugra fyrir unga menn en að falla í stríði fyrir keisarann og fjölskyldu hans, eins og góði dátinn Svejk orðaði það. Svipuð viðhorf virðast því miður vera enn landlæg hér á landi og ekki batnaði það eftir að kreppan skall á. Þá svall mönnum móður yfir því að við gátum ekki farið okkar fram í einu og öllu gagnvart Evrópubúum, sem ekki skyldu yfirburði okkar og snilld á fjármálasviðinu þrátt fyrir ítarlegar útskýringar! Þar var innræti þessa Evrópufólks vel lýst og því hljótum við að vera tilbúnir að fara nýja för til Sviðinsstaða að hætti áðurnefndra fóstbræðra og láta finna fyrir okkur. Við getum líka refsað ESB-þjóðum með því að einangra okkur hér við ysta haf, gefið þeim langt nef og treyst á eigin ágæti í anda sjálfbærrar þróunnar. Þá munu Evrópubúar komast að því fullkeyptu, leggja niður skottið og hætta öllum áformum um að ræna Ísland! Treystum tengslin Nú finnst eflaust einhverjum að þessi frásögn sé nokkuð ýkt. Hún er líka sett fram til að skerpa línur í umræðunni í þeirri von að fleiri átti sig á því að við verðum að gæta okkur í samskiptum við aðrar þjóðir, ekki síst vinaþjóðir okkar, og ræða við þær með jákvæðu hugarfari . Auðvitað verðum við að halda vel á því sem skiptir okkur mestu og færa fram vönduð rök sem auka skilning á stöðu okkar og hagsmunum. Þá er til að mynda góð von til þess að unnt sé að ná hagstæðum samningum um aðild að ESB, sem nú er á dagskrá og síðar verða bornir undir þjóðina til lokaafgreiðslu. Hin aðferðin - að vilja ekki einu sinni ræða við ESB um hugsanlega aðild - minnir óneitanlega á ástandið sem hleypti öllu í bál og brand í Evrópu á síðustu öld og fóstbræðurnir Þorgeir og Þormóður reyndu á sínum tíma að endurvekja hér á landi við lítinn fögnuð. Lærum heldur af reynslunni enda kennir hún okkur að betra er að eyða tíma í að tala saman við nágranna okkar, treysta sambandið og komast að sameiginlegri niðurstöðu frekar en að gera sífellt hróp að þeim og kjósa ófrið á sama tíma og friður er í boði.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun