Umfjöllum: KR-ingar settu í skotgírinn gegn nýliðum Hauka Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. október 2010 22:31 Semaj Inge mætti á sinn gamla heimavöll í kvöld. Mynd/Anton KR-ingar höfðu betur gegn nýliðum Hauka í 3. umferð Iceland Express deild karla, 93-83, í DHL-Höllinn í kvöld. KR-ingar voru lengi í gang og máttu hafa sig alla við gegn spræku liði Hauka sem barðist af krafti. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta, 23-16. Haukar börðust vel í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn um tvö stig áður en flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 41-36 fyrir heimamönnum en fyrrum leikmaður KR og núverandi leikmaður Hauka, Semaj Inge, var heitur og setti niður 16 stig í fyrri hálfleik. Haukar héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og fór um marga stuðningsmenn KR þegar Haukar komust yfir um miðjan leikhlutann. Liðin skiptust á um forystuna þar til að Inge átti lokaorðið með góðu skoti og tryggði Haukum eins stigs forystu fyrir lokaleikhlutann 63-64. Það var frábær kafli KR-inga um miðjan lokaleikhlutann sem skildi á milli liðanna þegar upp var staðið. Ólafur Már Ægisson kveikti í heimamönnum með góðri innkomu og settu KR-ingar niður sex þrista í röð. Þar með náðu þeir góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Eftir þennan kafla var sigur KR-inga aldrei í hættu og sigruðu, 93-83. Haukar sýndu að þeir geta á góðum degi strítt hvaða liði sem er og fengu KR-ingar að finna fyrir því í kvöld. Haukar hreinlega svæfðu KR með hægri spilamennsku og náðu að stjórna leiknum. KR-ingar fundu taktinn fyrir utan þriggja stiga línuna þegar á reyndi en ekki er hægt að segja að frammistaða þeirra í kvöld hafi verið sannfærandi. Það var ekki fyrr en KR-ingar keyrðu upp hraðann undir lok leiksins að þeir sýndu sitt rétta andlit.KR-Haukar 93-83 (23-16, 18-20, 22-28, 30-19)KR: Pavel Ermolinskij 20 (18 fráköst, 9 stoðsendingar), Marcus Walker 16, Finnur Atli Magnússon 15 (6 fráköst), Brynjar Þór Björnsson 13 (4 fráköst), Fannar Ólafsson 11 (7 fráköst), Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5.Haukar: Semaj Inge 28 (8 fráköst, 6 stolnir), Gerald Robinson 23 (12 fráköst), Sævar Ingi Haraldsson 12 (5 fráköst, 8 stoðsendingar), Óskar Ingi Magnússon 9, Örn Sigurðarson 8, Davíð Páll Hermannsson 2, Sveinn Ómar Sveinsson 1. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:25 Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:27 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
KR-ingar höfðu betur gegn nýliðum Hauka í 3. umferð Iceland Express deild karla, 93-83, í DHL-Höllinn í kvöld. KR-ingar voru lengi í gang og máttu hafa sig alla við gegn spræku liði Hauka sem barðist af krafti. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta, 23-16. Haukar börðust vel í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn um tvö stig áður en flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 41-36 fyrir heimamönnum en fyrrum leikmaður KR og núverandi leikmaður Hauka, Semaj Inge, var heitur og setti niður 16 stig í fyrri hálfleik. Haukar héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og fór um marga stuðningsmenn KR þegar Haukar komust yfir um miðjan leikhlutann. Liðin skiptust á um forystuna þar til að Inge átti lokaorðið með góðu skoti og tryggði Haukum eins stigs forystu fyrir lokaleikhlutann 63-64. Það var frábær kafli KR-inga um miðjan lokaleikhlutann sem skildi á milli liðanna þegar upp var staðið. Ólafur Már Ægisson kveikti í heimamönnum með góðri innkomu og settu KR-ingar niður sex þrista í röð. Þar með náðu þeir góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Eftir þennan kafla var sigur KR-inga aldrei í hættu og sigruðu, 93-83. Haukar sýndu að þeir geta á góðum degi strítt hvaða liði sem er og fengu KR-ingar að finna fyrir því í kvöld. Haukar hreinlega svæfðu KR með hægri spilamennsku og náðu að stjórna leiknum. KR-ingar fundu taktinn fyrir utan þriggja stiga línuna þegar á reyndi en ekki er hægt að segja að frammistaða þeirra í kvöld hafi verið sannfærandi. Það var ekki fyrr en KR-ingar keyrðu upp hraðann undir lok leiksins að þeir sýndu sitt rétta andlit.KR-Haukar 93-83 (23-16, 18-20, 22-28, 30-19)KR: Pavel Ermolinskij 20 (18 fráköst, 9 stoðsendingar), Marcus Walker 16, Finnur Atli Magnússon 15 (6 fráköst), Brynjar Þór Björnsson 13 (4 fráköst), Fannar Ólafsson 11 (7 fráköst), Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5.Haukar: Semaj Inge 28 (8 fráköst, 6 stolnir), Gerald Robinson 23 (12 fráköst), Sævar Ingi Haraldsson 12 (5 fráköst, 8 stoðsendingar), Óskar Ingi Magnússon 9, Örn Sigurðarson 8, Davíð Páll Hermannsson 2, Sveinn Ómar Sveinsson 1.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:25 Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:27 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:25
Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:27