Erlent

Saksóknari í Los Angeles æfur af reiði vegna Polanski

Steve Cooley saksóknari í Los Angeles er æfur af reiði yfir þeirri ákvörðun svissneskra yfirvalda að framselja ekki leikstjórann Roman Polanski til Bandaríkjanna.

Saksóknarinn segir að svissnesk yfirvöld hafi búið til ástæður fyrir ákvörðun sinni. Svissnesk yfirvöld sögðu að þau hefði hafnað framsalinu vegna galla á sjálfri framsalsbeiðninni.

Cooley segir að málinu sé ekki lokið af sinni hálfu né bandarískra stjórnvalda og ætlunin sé að halda áfram að reyna að fá Polanski framseldan. Polanski bíður dómur í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbort gegn 13 ára stúlku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×