Erlent

Kínverska þjóðin reið Norðmönnum

Óli Tynes skrifar
Það er enginn smá hellingur af fólki sem er reitt út í Norðmenn.
Það er enginn smá hellingur af fólki sem er reitt út í Norðmenn.

Stór hluti kínversku þjóðarinnar telur að Norðmenn hafi veitt andófsmanni friðarverðlaun Nóbels til þess að beita kínversk stjórnvöld þrýstingi. Og góður meirihluti telur að Norðmenn eigi að draga verðlaunaveitinguna til baka og biðja þjóðina afsökunar.

Litlar líkur er á að Liu Xiaobo fái að fara til Noregs til þess að veita verðlaununum viðtöku, eða að kona hans fái að gera það fyrir hans hönd. Kínversk stjórnvöld eru ævareið Norðmönnum og taka ekkert mark á því þegar þeira reyna að útskýra að Nóbelsnefndin komi ríkisstjórninni ekkert við.

Kínverjar hafa undanfarna daga afboðað fundi með bæði norskum ráðherrum og embættismönnum og aflýst heimsóknum norskra listamanna til Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×