Bryan Singer vill taka Jóa og baunagrasið upp á Íslandi 8. apríl 2010 08:30 Singer er eitt af stóru nöfnunum í Hollywood og er meðal bestu vina sjálfs Toms Cruise en saman gerðu þeir nasistamyndina Valkyrjuna. NordicPhotos/Getty Stórleikstjórinn Bryan Singer er nú að hefja undirbúning fyrir stórmyndina Jack the Giant Killer eða Jóa og baunagrasið. Að því er fram kemur í fjölmiðlum vestanhafs er ráðgert að myndin verði tekin upp í kvikmyndaverum í London en einhverjar útitökur verði hér á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er umfang þessarar myndar svipað og þegar Clint Eastwood mætti með heilan her og hertók Sandvík fyrir Flags of Our Fathers. Heimildir Fréttablaðsins herma að framleiðslufyrirtækið True North muni þjónusta myndina en engar upplýsingar fengust þaðan um hvort og þá hvenær Singer væri væntanlegur til landsins. Ekki ber þó vefsíðum saman um hvenær tökur hefjist en einhverjar þeirra halda því fram að það verði strax í júlí. Ef marka má kvikmyndavefsíðuna examiner.com, sem löngum hefur verið framarlega í kvikmyndaslúðri, eiga leikaraprufur að hefjast strax í sumar og svo muni tökuvélarnar byrja að rúlla í kjölfarið. Singer hefur mikinn áhuga á að gera myndina í þrívídd og því ljóst að um er að ræða gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland ef af verður. Myndin hefur raunar valdið pólitískri deilu milli Fox-kvikmyndaversins og Warner Bros.-risans því upphaflega stóð til að Singer myndi leikstýra næstu mynd í X-Men-flokknum fyrir Fox. Hann kaus hins vegar frekar að ganga til liðs við Warner Bros. og koma, ef að líkum lætur, til Íslands. Þetta mun þó ekki vera frágengið endanlega og ekki hefur verið skrifað undir neina samninga hér á landi. Hins vegar má benda á að í tökuliðinu eru margir af þeim sem komu að ævintýramyndinni Stardust en landslagsmyndir frá Íslandi voru einmitt notaðar í þeirri mynd. Svokallaðir „location managers", eða tökustaðastjórar, hafa komið hingað og Singer ku vera væntanlegur. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur þetta verkefni verið á borðinu hjá True North í meira en ár. Og þrátt fyrir að bæði hafi verið skipt um leikstjóra og hluta af framleiðendateyminu að myndinni hefur áhuginn á Íslandi alltaf verið til staðar. Og það skal engan undra. Myndin segir frá ungum bónda sem ákveður að leggja upp í mikla hættuför til að eiga við risa sem hefur rænt gullfallegri prinsessu. Til gamans má geta að Hollywood hefur einu sinni ráðist í gerð myndar eftir þessari frægu sögu; það var árið 1962. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Stórleikstjórinn Bryan Singer er nú að hefja undirbúning fyrir stórmyndina Jack the Giant Killer eða Jóa og baunagrasið. Að því er fram kemur í fjölmiðlum vestanhafs er ráðgert að myndin verði tekin upp í kvikmyndaverum í London en einhverjar útitökur verði hér á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er umfang þessarar myndar svipað og þegar Clint Eastwood mætti með heilan her og hertók Sandvík fyrir Flags of Our Fathers. Heimildir Fréttablaðsins herma að framleiðslufyrirtækið True North muni þjónusta myndina en engar upplýsingar fengust þaðan um hvort og þá hvenær Singer væri væntanlegur til landsins. Ekki ber þó vefsíðum saman um hvenær tökur hefjist en einhverjar þeirra halda því fram að það verði strax í júlí. Ef marka má kvikmyndavefsíðuna examiner.com, sem löngum hefur verið framarlega í kvikmyndaslúðri, eiga leikaraprufur að hefjast strax í sumar og svo muni tökuvélarnar byrja að rúlla í kjölfarið. Singer hefur mikinn áhuga á að gera myndina í þrívídd og því ljóst að um er að ræða gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland ef af verður. Myndin hefur raunar valdið pólitískri deilu milli Fox-kvikmyndaversins og Warner Bros.-risans því upphaflega stóð til að Singer myndi leikstýra næstu mynd í X-Men-flokknum fyrir Fox. Hann kaus hins vegar frekar að ganga til liðs við Warner Bros. og koma, ef að líkum lætur, til Íslands. Þetta mun þó ekki vera frágengið endanlega og ekki hefur verið skrifað undir neina samninga hér á landi. Hins vegar má benda á að í tökuliðinu eru margir af þeim sem komu að ævintýramyndinni Stardust en landslagsmyndir frá Íslandi voru einmitt notaðar í þeirri mynd. Svokallaðir „location managers", eða tökustaðastjórar, hafa komið hingað og Singer ku vera væntanlegur. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur þetta verkefni verið á borðinu hjá True North í meira en ár. Og þrátt fyrir að bæði hafi verið skipt um leikstjóra og hluta af framleiðendateyminu að myndinni hefur áhuginn á Íslandi alltaf verið til staðar. Og það skal engan undra. Myndin segir frá ungum bónda sem ákveður að leggja upp í mikla hættuför til að eiga við risa sem hefur rænt gullfallegri prinsessu. Til gamans má geta að Hollywood hefur einu sinni ráðist í gerð myndar eftir þessari frægu sögu; það var árið 1962. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira