Enski boltinn

Risatap á rekstri Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er ekki ókeypis að byggja upp knattspyrnulið á heimsmælikvarða og það vita fáir betur en eigendur Man. City. Félagið tilkynnti í dag að það hefði tapað 121 milljón punda á aðeins einu ári.

Það fram að 31. maí á þessu ári en félagið verslaði síðan hraustlega í sumar og mun eflaust skila stóru tapi líka á næsta rekstrarári.

Aðaleigandi City er Sheikh Mansour frá Aby Dhabi en hann hefur þegar eytt yfir 300 milljónum punda í leikmenn síðan hann tók við félaginu.

City hefur ekki unnið titil í 34 ár en Mansour vonast til að það breytist hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×