Harður titilslagur milli fimm ökumanna framundan 25. ágúst 2010 12:44 McLaren gekk ekki sem best í Ungverjalandi, en Lewis Hamilton er engu að síður í öðru sæti í stigamóti ökumanna. Mynd: Getty Images Jonathan Neale, einn af yfirmönnum McLaren telur að titilslagurinn framundan verði harður í Formúliu 1 og McLaren mun framþróa bíl sinn af krafti á næstunni. Keppt verður á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi. "Það er mjótt á munum í stigaslagnum. Við stóðum okkur ekki nógu vel í síðustu keppni í Ungverjalandi og það var mikið bil á milli okkar og Ferrari og Red Bull. Við þurftum því að endurmeta stöðu okkar", sagði Neale í frétt á autosport.com. Hann telur skipta miklu máli hvernig framþróun keppnisbíla verður í næstu mótum, en fimm ökumenn eru í hörkuslag um meistaratitilinn. "Næstu mót verða þróunar kapphlaup, eins og við vissum fyrir tímabilið, þar sem margir ökumenn eru um hituna. Það mun ráða miklu hverju við getum fundið upp á til loka ársins. Við verðum með nýjungar í mótinu í Singapúr og ennig í lokamótinu ef slagurinn verður enn jafn harður í lokin." Neale sagði að öll lið yrðu að gæta að kostnaði og það geti ekkert lið keypt sig út úr vandræðum ef svo má orða það, með óheyrilegum tilkostnaði. Þak var sett á rekstrarkostnað keppnisliða fyrir tímabilið. Sýnt er frá mótinu í Spa í Belgíu á Stöð 2 Sport um helgina í þáttum og beinum útsendingum. Staðan í stigamóti ökumanna 1 Mark Webber 161 2 Lewis Hamilton 157 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Jonathan Neale, einn af yfirmönnum McLaren telur að titilslagurinn framundan verði harður í Formúliu 1 og McLaren mun framþróa bíl sinn af krafti á næstunni. Keppt verður á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi. "Það er mjótt á munum í stigaslagnum. Við stóðum okkur ekki nógu vel í síðustu keppni í Ungverjalandi og það var mikið bil á milli okkar og Ferrari og Red Bull. Við þurftum því að endurmeta stöðu okkar", sagði Neale í frétt á autosport.com. Hann telur skipta miklu máli hvernig framþróun keppnisbíla verður í næstu mótum, en fimm ökumenn eru í hörkuslag um meistaratitilinn. "Næstu mót verða þróunar kapphlaup, eins og við vissum fyrir tímabilið, þar sem margir ökumenn eru um hituna. Það mun ráða miklu hverju við getum fundið upp á til loka ársins. Við verðum með nýjungar í mótinu í Singapúr og ennig í lokamótinu ef slagurinn verður enn jafn harður í lokin." Neale sagði að öll lið yrðu að gæta að kostnaði og það geti ekkert lið keypt sig út úr vandræðum ef svo má orða það, með óheyrilegum tilkostnaði. Þak var sett á rekstrarkostnað keppnisliða fyrir tímabilið. Sýnt er frá mótinu í Spa í Belgíu á Stöð 2 Sport um helgina í þáttum og beinum útsendingum. Staðan í stigamóti ökumanna 1 Mark Webber 161 2 Lewis Hamilton 157 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141
Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira