Erlent

Jonathan Motzfeldt fallinn frá

Jonathan Motzfeldt
Jonathan Motzfeldt

Jonathan Motzfeldt, fyrrverandi formaður grænlenska Siumut-flokksins, féll frá í gær, 72 ára að aldri.  Motzfeldt hafði glímt við krabbamein, en var í gær lagður inn á sjúkrahús með lungnabólgu. Þar lést hann af völdum heilablæðingar, að því er fram kemur á fréttavefnum Sermitsiaq.

Motzfeldt var formaður Siumut frá 1977 til 2002, með þremur stuttum hléum. Hann sat á grænlenska landsþinginu frá 1979 til 2009. Hann var formaður landsstjórnarinnar frá því Grænland fékk heimastjórn árið 1979, allt til ársins 1991, og aftur frá 1997 til 2002. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×