Lífið

Getur ekki faðmað eftir lýtaaðgerðir

Breytt Heidi Montag segist ekki geta faðmað fólk eftir að hafa farið í tíu lýtaaðgerðir.
Nordicphotos/getty
Breytt Heidi Montag segist ekki geta faðmað fólk eftir að hafa farið í tíu lýtaaðgerðir. Nordicphotos/getty
Raunveruleikastjarnan Heidi Montag sagði í viðtali við útvarpsmanninn Ryan Seacrest að hún ætti erfitt með að faðma fólk eftir að hafa farið í tíu lýtaaðgerðir á einum og sama deginum.

Montag lagðist undir hnífinn í byrjun árs og lét meðal annars stækka brjóst sín og varir, minnka mittismálið, hækka kinnbeinin auk annarra aðgerða.

„Líkami minn er fullkominn núna en mér finnst mjög óþægilegt að faðma fólk þar sem ég er enn mjög viðkvæm. Ég varð einnig að hætta að skokka því brjóstin eru það stór að ég fæ illt í bakið," sagði Montag, sem tók aðgerðina upp á myndband sem hún segist hafa horft á nokkrum sinnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.