Erlent

Ítarlega fjallað um Íslandsáhuga Modi í indverskum fjölmiðlum

Í nýjasta tímariti Outlook India er að finna ítarlega grein um indverska krikketmógúlinn Lalit Modi og fyrirætlanir hans um að sækja um um dvalarleyfi á Íslandi.

Eins og fram kom í fréttum hefur Modi verið sviptur stöðu sinni sem formaður indversku úrvalsdeildarinnar í krikket og er eftirlýstur af yfirvöldum á Indlandi í tengslum við fjármálamisferli. Talið er að hann hafi m.a. stundað peningaþvætti þar sem megnið af fjármagninu streymdi til tveggja liða í útvalsdeildinni. Krikketsamband Indlands hefur vikið báðum liðunum úr deildinni vegna málsins.

Indverskir fjölmiðlar fjalla ítarlega um þetta mál enda er Modi fyrrum einn af bestu krikket leikurum landsins en um er að ræða þjóðaríþrótt Indverja.

Í Outlook India er greint frá því að Modi ætli að reyna að nota góð tengsl eiginkonu sinnar, Minal Modi, við Dorit Moussaieff forsetafrú til að útvega sér dvalarleyfi á Íslandi. Þær Dorrit og Minal eru æskuvinkonur en þær ólust upp í sama íbúðahúsinu við Grosvenor Square in London sem aftur er miðpunktur Mayfair hverfisins þar í borg.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×