Mikilvægt að keppa í nýjum löndum 15. október 2010 14:40 Allt ætti að vera klárt fyrir Formúlu 1 mótið í Suður Kóreu um næstu helgi, þrátt fyrir tafir við brautargerðina. Mynd: AP Images Ross Brawn, eigandi meistaraliðsins í Formúlu 1 í fyrra segir það áhugavert verkefni að takast á við nýja Formúlu 1 braut í Suður Kóreu um aðra helgi. Í gær var tilkynnt um mótshald í Rússlandi frá 2014 og Brawn telur mikilvægt að farið sé til nýrra landa með íþróttina, en keppt verður í Indlandi í fyrsta skipti á næsta ári. "Við erum ánægðir að heimsækja Kóreu í næstu viku og hlakkar til að reyna Formúlu 1 í nýju landi. Það er mikilvægt fyrir framtíð íþróttarinnar að við víkkum út sjóndeildarhringinn og fáum nýja áhorfendur. Við erum ánægðir að brautin verður tilbúinn eftir nokkra óvissu með það upp á síðkastið", sagði Brawn í fréttatilkynningu frá Mercedes um mótið. Hvorki keppnislið né ökumenn hafa prófað brautina, en Red Bull bíll fór þó brautina fyrir nokkru undir stjórn Indverjans Karun Chandook. Hann keppir þó ekki með liðinu, heldur Mark Webber og Sebastian Vettel. Brautin í Suður Kóreu fékk samþykki FIA í þessari viku, en nokkrar tafir hafa orðið við gerð hennar. Fróðlegt verður að fylgjast með gangi mála þar sem allir mæta jafnir til leiks á braut. "Við höfum undirbúið okkur fyrir brautina í bækistöð okkar í ökuhermi, þannig að við vitum við hverju má búast. Þetta verður áhugavert verkefni", sagði Brawn. Sjá brautarlýsingu frá Suður Kóreu. Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ross Brawn, eigandi meistaraliðsins í Formúlu 1 í fyrra segir það áhugavert verkefni að takast á við nýja Formúlu 1 braut í Suður Kóreu um aðra helgi. Í gær var tilkynnt um mótshald í Rússlandi frá 2014 og Brawn telur mikilvægt að farið sé til nýrra landa með íþróttina, en keppt verður í Indlandi í fyrsta skipti á næsta ári. "Við erum ánægðir að heimsækja Kóreu í næstu viku og hlakkar til að reyna Formúlu 1 í nýju landi. Það er mikilvægt fyrir framtíð íþróttarinnar að við víkkum út sjóndeildarhringinn og fáum nýja áhorfendur. Við erum ánægðir að brautin verður tilbúinn eftir nokkra óvissu með það upp á síðkastið", sagði Brawn í fréttatilkynningu frá Mercedes um mótið. Hvorki keppnislið né ökumenn hafa prófað brautina, en Red Bull bíll fór þó brautina fyrir nokkru undir stjórn Indverjans Karun Chandook. Hann keppir þó ekki með liðinu, heldur Mark Webber og Sebastian Vettel. Brautin í Suður Kóreu fékk samþykki FIA í þessari viku, en nokkrar tafir hafa orðið við gerð hennar. Fróðlegt verður að fylgjast með gangi mála þar sem allir mæta jafnir til leiks á braut. "Við höfum undirbúið okkur fyrir brautina í bækistöð okkar í ökuhermi, þannig að við vitum við hverju má búast. Þetta verður áhugavert verkefni", sagði Brawn. Sjá brautarlýsingu frá Suður Kóreu.
Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira