Heimsmeistaramótið í körfubolta hefst í lok ágúst. Bandaríkjamenn hafa tilkynnt 13 manna leikmannahóp fyrir mótið sem þó verður skorinn niður um einn í viðbót fyrir mótið.
Liðið mun spila æfingaleiki við Litháa, Spánverja og Grikki áður en haldið er til Tyrklands þar sem mótið fer fram.
Óhætt er að segja að stærstu stjörnur Bandaríkjamanna hafi ekki verið spenntar fyrir því að fara til Tyrklands.
Bakverðir: Chauncey Billups, Stephen Curry, Eric Gordon, Rajon Rondo, Derrick Rose, Russell Westbrook
Framherjar: Kevin Durant, Rudy Gay, Danny Granger, Andre Iguodala
Miðherjar: Tyson Chandler, Kevin Love, Lamar Odom.
Sá sem dettur út verður væntanlega bakvörður, Curry, Gordon eða Westbrook segir á heimasíðu NBA-deildarinnar.
Bandaríska landsliðið fyrir HM í körfubolta tilkynnt
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn




Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn