Étin lifandi af bakteríum 16. ágúst 2010 03:00 Verst þótti henni að missa af fyrstu uppvaxtarárum sonar síns. fréttablaðið/AP Bandarísk hjúkrunarkona, Sandy Wilson, vaknaði vorið 2005 fárveik á sjúkrahúsi í Baltimore sem hún hafði áður starfað á. Hún hafði smitast af sjaldgæfri sýkingu, sem hreinlega át upp líffærin í kviðarholi hennar hvert af öðru. „Þegar ég leit niður á magann sá ég að skinnnið var nánast allt horfið og ég gat séð í innyflin,“ sagði hún síðar. „Ég man eftir að hafa hugsað með mér: Það er engin leið að ég geti lifað svona. Þetta er dauðadómur.“ Wilson, sem þá var 34 ára, hafði nýlega fætt á sjúkrahúsinu barn, sem tekið var með keisaraskurði. Strax eftir fæðinguna þurfti að gefa móðurinni blóð, en hún náði sér aldrei almennilega. Að lokum var hún lögð inn á gjörgæslu og næstu árin þurftu læknar hvað eftir annað að gera á henni stórar aðgerðir. Bakteríurnar réðust á milta, gallblöðru, botnlanga, hluta magans og að lokum alla þarmana. „Ég get ekki sagt hve oft ég gerði aðgerð á henni, sennilega 40 eða 50 sinnum,“ sagði Thomas Scalea, læknir á sjúkrahúsinu. Wilson segist muna eftir að hafa vaknað í móki eitt sinn og talið sig vera stadda í vísindahrollvekju „og þeir væru að breyta mér í vélmenni“. Sjúkdómsástandið, sem Wilson og læknar hennar þurftu að glíma við, hefur verið nefnt á íslensku drepmyndandi fellsbólga. Þetta er sjaldgæf bakteríusýking sem yfirleitt dregur fjórðung þeirra sem sýkjast til dauða en getur afmyndað líkama annarra illilega. Á endanum náði Sandy Wilson heilsu á ný. Það gerðist þó ekki fyrr en ákveðið var í desember 2007 að skipta um það sem eftir var af smáþörmunum. Tveimur mánuðum síðar var hún útskrifuð af sjúkrahúsinu. Síðan þá hefur hún nokkrum sinnum lagst inn á sjúkrahús, en eingöngu til að ganga úr skugga um að hitavellur væru ekki merki um að líkaminn væri að hafna ígræddum líffærum. Hún segir að þessi tími hafi verið eins og hreinasta martröð, en verst þótti henni samt að hafa misst af því að fylgjast með syni sínum þroskast og dafna fyrstu árin, þótt fjölskyldan hafi komið með hann í heimsókn nokkrum sinnum í viku. „Þetta var svo ótrúlega erfitt,“ segir hún. „Ég vildi fá að gefa honum að borða, baða hann og klæða, og ganga með hann þegar hann grét. Ég hafði starfað á neyðarvakt barnadeildar í ellefu ár. Ég hafði beðið allt mitt líf eftir því að gera þetta fyrir mitt eigið barn, að sinna því en ég gat það ekki.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Bandarísk hjúkrunarkona, Sandy Wilson, vaknaði vorið 2005 fárveik á sjúkrahúsi í Baltimore sem hún hafði áður starfað á. Hún hafði smitast af sjaldgæfri sýkingu, sem hreinlega át upp líffærin í kviðarholi hennar hvert af öðru. „Þegar ég leit niður á magann sá ég að skinnnið var nánast allt horfið og ég gat séð í innyflin,“ sagði hún síðar. „Ég man eftir að hafa hugsað með mér: Það er engin leið að ég geti lifað svona. Þetta er dauðadómur.“ Wilson, sem þá var 34 ára, hafði nýlega fætt á sjúkrahúsinu barn, sem tekið var með keisaraskurði. Strax eftir fæðinguna þurfti að gefa móðurinni blóð, en hún náði sér aldrei almennilega. Að lokum var hún lögð inn á gjörgæslu og næstu árin þurftu læknar hvað eftir annað að gera á henni stórar aðgerðir. Bakteríurnar réðust á milta, gallblöðru, botnlanga, hluta magans og að lokum alla þarmana. „Ég get ekki sagt hve oft ég gerði aðgerð á henni, sennilega 40 eða 50 sinnum,“ sagði Thomas Scalea, læknir á sjúkrahúsinu. Wilson segist muna eftir að hafa vaknað í móki eitt sinn og talið sig vera stadda í vísindahrollvekju „og þeir væru að breyta mér í vélmenni“. Sjúkdómsástandið, sem Wilson og læknar hennar þurftu að glíma við, hefur verið nefnt á íslensku drepmyndandi fellsbólga. Þetta er sjaldgæf bakteríusýking sem yfirleitt dregur fjórðung þeirra sem sýkjast til dauða en getur afmyndað líkama annarra illilega. Á endanum náði Sandy Wilson heilsu á ný. Það gerðist þó ekki fyrr en ákveðið var í desember 2007 að skipta um það sem eftir var af smáþörmunum. Tveimur mánuðum síðar var hún útskrifuð af sjúkrahúsinu. Síðan þá hefur hún nokkrum sinnum lagst inn á sjúkrahús, en eingöngu til að ganga úr skugga um að hitavellur væru ekki merki um að líkaminn væri að hafna ígræddum líffærum. Hún segir að þessi tími hafi verið eins og hreinasta martröð, en verst þótti henni samt að hafa misst af því að fylgjast með syni sínum þroskast og dafna fyrstu árin, þótt fjölskyldan hafi komið með hann í heimsókn nokkrum sinnum í viku. „Þetta var svo ótrúlega erfitt,“ segir hún. „Ég vildi fá að gefa honum að borða, baða hann og klæða, og ganga með hann þegar hann grét. Ég hafði starfað á neyðarvakt barnadeildar í ellefu ár. Ég hafði beðið allt mitt líf eftir því að gera þetta fyrir mitt eigið barn, að sinna því en ég gat það ekki.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent