Erlent

Kjallari Colosseum opnaður í fyrsta skipti

Óli Tynes skrifar
Viðgerðir hafa staðið yfir í áratugi.
Viðgerðir hafa staðið yfir í áratugi.

Hringleikahúsið mikla í Róm verður opnað almenningi á nýjan leik í næstu viku eftir viðgerðir sem hafa staðið í mörg ár. Aðgangur að því hefur verið mjög takmarkaður undanfarin ár en nú verða opnaðar bæði efri hæðir og kjallari. Sjálfsagt vilja margir skoða kjallarann, því hann hefur ekki verið til sýnis áður.

Í kjallaranum undir leikvanginum voru geymd villidýrin sem send voru inn á hann til þess að drepa og vera drepin. Einnig skylmingaþrælarnir sem áttu að berjast og svo fólk sem átti hreinlega að slátra án bardaga eins og kristna fólkið sem var kastað fyrir ljónin. Hringleikahúsið var opnað árið 70 og tók 50 þúsund manns í sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×