Lífið

Eldfjallaveisla í Top Shop

Heba Hallgrímsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir eru stoltir eigendur E-Label.
Heba Hallgrímsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir eru stoltir eigendur E-Label.
Íslenska hönnunarmerkið E-Label hélt teiti í versluninni Top Shop á fimmtudaginn var til að fagna nýju samstarfi, en vörur E-Label eru nú fáanlegar í Top Shop.

Sérstakur Volcano-kjóll eftir hönnuðinn Hörpu Einarsdóttur var frumsýndur í veislunni auk þess sem sumarlína E-Label var sýnd. Hönnunarmerkið hefur verið í samstarfi við Top Shop í London frá síðasta hausti og hefur það gengið vel að sögn Ástu Kristjánsdóttur, annars eiganda E-Label. Margir góðir gestir mættu í veisluna á fimmtudaginn líkt og sjá má af myndunum og dreyptu á ljúffengum hanastélum og spáðu í tískuna. -sm
Hildur Sif og Sara María létu sig ekki vanta í veisluna. Sara María er einn þeirra hönnuða sem hanna fyrir E-label.
Eva og steini voru á meðal gesta.


Smekklegar Söngkonur Söngkonurnar Ragnhildur Gísladóttir og Móeiður Júníusdóttir fögnuðu með E-Label.fréttablaðið/valli
Hörn og Jóní kíktu á veisluhöldin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.