Sigrún Stefánsdóttir: Auðugra samfélag Sigrún Stefánsdóttir skrifar 30. apríl 2010 06:00 Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti 13. apríl sl. sérstaka fjölmenningarstefnu fyrir sveitarfélagið og er Akureyri fyrst íslenskra sveitarfélaga til að samþykkja slíka stefnu. Í upphafskafla fjölmenningarstefnunnar segir að markmiðið sé: Að allir íbúar sveitarfélagsins njóti jafnra tækifæra og verði virkir þátttakendur í samfélaginu á sem flestum sviðum mannlífsins, að nýir íbúar skynji að þeir séu velkomnir og að þeir búi við öryggi og að styrkur fjölmenningar verði nýttur til góðra verka. Innflytjendum hefur fjölgað mikið á Akureyri síðasta áratuginn eins og víða annars staðar á landinu. Um síðustu áramót bjuggu hér í bæ 460 einstaklingar með erlent ríkisfang og komu þeir frá 48 þjóðlöndum. Hafði þeim fækkað um 10% árið 2009. Fram að þeim tíma hafði fólki með erlent ríkisfang hins vegar fjölgað jafnt og þétt úr aðeins 190 aldamótaárið 2000. Fjölmenningarstefna Akureyrarbæjar felur í sér að til verði skýrir verkferlar um hvernig staðið verði að móttöku og upplýsingagjöf til nýrra íbúa, að stofnað verði innflytjendaráð og að ráðgjöf til innflytjenda verði veitt í Ráðhúsi Akureyrarbæjar. Þannig verður þjónusta og ráðgjöf við innflytjendur og aðra nýbúa að mestu leyti sambærileg þeirri ráðgjöf sem aðrir bæjarbúar njóta og veitt á sama stað. Sett eru fram 18 markmið sem lúta að leik- og grunnskóla, fullorðinsfræðslu, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, menningarmálum og íþróttum. Skrifaðar verða handbækur sem nota skal í þeim deildum innan bæjarkerfisins sem veita innflytjendum mesta þjónustu. Fjölmenningarstefnan lýsir eindregnum vilja okkar til að taka vel á móti nýjum íbúum, hvaðan sem þeir koma. Það ber vott um styrk hvers sveitarfélags ef það dregur til sín nýja íbúa, hvort heldur þeir koma frá öðrum landshlutum eða frá útlöndum. Gæfa Akureyrar er að vera slíkt sveitarfélag. Fjölbreytt flóra innflytjenda setur sterkan svip á mannlífið, auðgar samfélagið, eflir það og bætir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti 13. apríl sl. sérstaka fjölmenningarstefnu fyrir sveitarfélagið og er Akureyri fyrst íslenskra sveitarfélaga til að samþykkja slíka stefnu. Í upphafskafla fjölmenningarstefnunnar segir að markmiðið sé: Að allir íbúar sveitarfélagsins njóti jafnra tækifæra og verði virkir þátttakendur í samfélaginu á sem flestum sviðum mannlífsins, að nýir íbúar skynji að þeir séu velkomnir og að þeir búi við öryggi og að styrkur fjölmenningar verði nýttur til góðra verka. Innflytjendum hefur fjölgað mikið á Akureyri síðasta áratuginn eins og víða annars staðar á landinu. Um síðustu áramót bjuggu hér í bæ 460 einstaklingar með erlent ríkisfang og komu þeir frá 48 þjóðlöndum. Hafði þeim fækkað um 10% árið 2009. Fram að þeim tíma hafði fólki með erlent ríkisfang hins vegar fjölgað jafnt og þétt úr aðeins 190 aldamótaárið 2000. Fjölmenningarstefna Akureyrarbæjar felur í sér að til verði skýrir verkferlar um hvernig staðið verði að móttöku og upplýsingagjöf til nýrra íbúa, að stofnað verði innflytjendaráð og að ráðgjöf til innflytjenda verði veitt í Ráðhúsi Akureyrarbæjar. Þannig verður þjónusta og ráðgjöf við innflytjendur og aðra nýbúa að mestu leyti sambærileg þeirri ráðgjöf sem aðrir bæjarbúar njóta og veitt á sama stað. Sett eru fram 18 markmið sem lúta að leik- og grunnskóla, fullorðinsfræðslu, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, menningarmálum og íþróttum. Skrifaðar verða handbækur sem nota skal í þeim deildum innan bæjarkerfisins sem veita innflytjendum mesta þjónustu. Fjölmenningarstefnan lýsir eindregnum vilja okkar til að taka vel á móti nýjum íbúum, hvaðan sem þeir koma. Það ber vott um styrk hvers sveitarfélags ef það dregur til sín nýja íbúa, hvort heldur þeir koma frá öðrum landshlutum eða frá útlöndum. Gæfa Akureyrar er að vera slíkt sveitarfélag. Fjölbreytt flóra innflytjenda setur sterkan svip á mannlífið, auðgar samfélagið, eflir það og bætir.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun