Erlent

Um 240 konum nauðgað í Kongó

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Friðargæsluliðar hafa verið gagnrýndir fyrir að bregðast ekki við ofbeldinu. Mynd/ afp.
Friðargæsluliðar hafa verið gagnrýndir fyrir að bregðast ekki við ofbeldinu. Mynd/ afp.
Grunur leikur á að um 240 konum, stúlkum og börnum hafi verið nauðgað þegar að uppreisnarmenn hertóku bæ í Kongó í Afríku á dögunum. Þetta segja Sameinuðu þjóðirnar í nýrri skýrslu. Yfirvöld í Kongó höfðu áður sagt að þeim hefðu borist tilkynningar um 150 nauðganir í bænum.

Friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa verið að störfum i Kongó að undanförnu og hafa þeir verið gagnrýndir fyrir að stöðva ekki ódæðið og vernda almenning. Þeir segjast hins vegar ekki hafa vitað af nauðgununum fyrr en að uppreisnarmenn voru farnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×