Viðskipti innlent

Vilja láta rannsaka hugsanleg brot Icebank

Rannsóknarnefnd Alþingi telur tilefni til þess að rannsaka hvort málamyndagerningar hafi verið notaðir til þess að tryggja að Icebank uppfylti lágmarkskröfur um eiginfjárhlutfall. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar.

Þar er tekið dæmi um að Icebank hafi keypt skuldatryggingu fyrir skuldabréf að fjárhæð átta milljarða króna af fyrirtæki sem var með eigið fé sem nam 105 milljónum króna í árslok 2007. „Líkurnar á því að fyrirtækið gæti bætt Icebank 8.000 milljónir króna voru því nánast engar.

Icebank hf. gat hins vegar notað slíka samninga í bækur sínar með þeim hætti að ekki var lengur litið á umrætt skuldabréf sem markaðsáhættu Icebank hf. en það hafði aftur áhrif á útreikning á eiginfjárhlutfalli bankans," segir í skýrslunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×