Erlent

Fellur í skugga kynferðisbrota

Elísabet Bretadrottning ásamt Benedikt sextánda.
nordicphotos/AFP
Elísabet Bretadrottning ásamt Benedikt sextánda. nordicphotos/AFP
Benedikt páfi viðurkenndi í vikunni, þegar hann kom í opinbera heimsókn til Bretlands, að kaþólska kirkjan hafi hvorki brugðist nógu fljótt né nógu ákveðið við þegar prestar hafa verið sakaðir um kynferðisbrot gegn börnum.

Hann sagði það nú vera fyrsta forgangsmál kirkjunnar að hjálpa fórnarlömbum slíkra brotamanna að ná sér.

Andstaða og gagnrýni á páfa og kaþólsku kirkjuna hafa verið svo áberandi í Bretlandi að sjálf heimsóknin hefur fallið í skuggann.

Fimm manns voru handteknir í Bretlandi snemma í gærmorgun, sakaðir um að hafa hótað páfa.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×