Ráðherrar og níumenningarnir Birna Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2010 06:00 Alþingi Íslendinga, stofnunin sem fær falleinkunn í nýlegri skýrslu þingmannanefndar, átti frumkvæði að sakamáli sem nú er rekið gegn níu manns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í fjölmiðlum er yfirleitt vísað til þeirra sem "mótmælenda" og látið að því liggja að hin ákærðu séu einsleitur hópur, sérstaklega hættuleg manngerð. Staðreyndin er sú að þau eru venjulegt allskonar fólk: fólk sem á börn og fjölskyldur og vini og þarf að verjast þeirri fráleitu ákæru að þau hafi gert aðför að sjálfræði Alþingis. Áhugaverður samanburðurÞað er áhugavert að bera fréttir af málinu gegn níumenningunum saman við fréttir af hugsanlegum ákærum á hendur ráðherrum í vanhæfu ríkisstjórninni sem hrökklaðist frá völdum í janúar 2009. Þar verður tilfinningabúskapur ráðherranna fyrrverandi fyrirferðarmikið umfjöllunarefni og jafnvel sjálfsvorkunnar-status Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Facebook er lesinn í fréttum Ríkisútvarpsins. Vesalings litla skjaldbakan! Tilfinningar systur minnar, sem er ein hinna ákærðu níumenninga, þykja ekki fréttnæmar né óttinn sem tíu ára dóttir hennar og þrettán ára sonur bera í brjósti, óttinn við að sjá á eftir móður sinni í fangelsi. Ein hinna ákærðu er barnshafandi. Alla meðgönguna hefur hún þurft að mæta í réttarsalinn þótt hvergi sé vísað til hennar í atvikalýsingu ákærunnar; Pétur Guðgeirsson dómari og Lára V. Júlíusdóttir saksóknari ætla að elta hana á fæðingadeild eða heim til nýfædds barns við aðalmeðferð máls sem enginn skilur hvaða aðild hún á að. Undrun hennar yfir ákærunni hefur ekki orðið fréttaefni. Stundum heyrist því haldið fram að ekkert sé athugavert við ákærurnar því auðvitað verði níumenningarnir sýknaðir og þá hafi þetta bara verið eins og hvert annað grín. En þetta er ekkert grín. Láru V. Júlíusdóttur er alvara með því að kæra níu manna handahófsúrtak úr 30 manna hópi skv. 100. grein hegningarlaga og fara fram á að þau verði dæmd til fangelsisvistar að lágmarki í eitt ár. Hún vill níumenningana dæmda í allt að sextán ára fangelsi fyrir að reyna það sem aðrir ungir mótmælendur, Össur og Ingibjörg Sólrún félagar hennar í stúdentaráði, gerðu refsilaust fyrir þrjátíu og fimm árum, og ýmsir síðan. Því alþingismönnum höfðu áður verið flutt skilaboð af þingpöllum með mismiklum stympingum við þingverði og engin eftirmál orðið. Það sem hin ákærðu reyndu 8. desember 2008 var alls ekki fordæmislaust. Árangur ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er hins vegar fordæmislaus. Þau söngluðu öfugmælavísur sínar í fjölmiðlum hér heima og erlendis meðan þau og vinir þeirra í bönkunum sigldu öllu til andskotans. Skömm þeirra verður lengi uppi hvað sem dómum kann að líða. Kannski kemst Lára V. Júlíusdóttir varamaður í Landsdómi upp á aðalmannabekkinn. Ætli refsigleðin yrði söm gagnvart gömlum félögum og sú sem hún sýnir níumenningunum sem vildu benda þinginu á hið augljósa og eiga að gjalda fyrir með frelsi sínu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Alþingi Íslendinga, stofnunin sem fær falleinkunn í nýlegri skýrslu þingmannanefndar, átti frumkvæði að sakamáli sem nú er rekið gegn níu manns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í fjölmiðlum er yfirleitt vísað til þeirra sem "mótmælenda" og látið að því liggja að hin ákærðu séu einsleitur hópur, sérstaklega hættuleg manngerð. Staðreyndin er sú að þau eru venjulegt allskonar fólk: fólk sem á börn og fjölskyldur og vini og þarf að verjast þeirri fráleitu ákæru að þau hafi gert aðför að sjálfræði Alþingis. Áhugaverður samanburðurÞað er áhugavert að bera fréttir af málinu gegn níumenningunum saman við fréttir af hugsanlegum ákærum á hendur ráðherrum í vanhæfu ríkisstjórninni sem hrökklaðist frá völdum í janúar 2009. Þar verður tilfinningabúskapur ráðherranna fyrrverandi fyrirferðarmikið umfjöllunarefni og jafnvel sjálfsvorkunnar-status Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Facebook er lesinn í fréttum Ríkisútvarpsins. Vesalings litla skjaldbakan! Tilfinningar systur minnar, sem er ein hinna ákærðu níumenninga, þykja ekki fréttnæmar né óttinn sem tíu ára dóttir hennar og þrettán ára sonur bera í brjósti, óttinn við að sjá á eftir móður sinni í fangelsi. Ein hinna ákærðu er barnshafandi. Alla meðgönguna hefur hún þurft að mæta í réttarsalinn þótt hvergi sé vísað til hennar í atvikalýsingu ákærunnar; Pétur Guðgeirsson dómari og Lára V. Júlíusdóttir saksóknari ætla að elta hana á fæðingadeild eða heim til nýfædds barns við aðalmeðferð máls sem enginn skilur hvaða aðild hún á að. Undrun hennar yfir ákærunni hefur ekki orðið fréttaefni. Stundum heyrist því haldið fram að ekkert sé athugavert við ákærurnar því auðvitað verði níumenningarnir sýknaðir og þá hafi þetta bara verið eins og hvert annað grín. En þetta er ekkert grín. Láru V. Júlíusdóttur er alvara með því að kæra níu manna handahófsúrtak úr 30 manna hópi skv. 100. grein hegningarlaga og fara fram á að þau verði dæmd til fangelsisvistar að lágmarki í eitt ár. Hún vill níumenningana dæmda í allt að sextán ára fangelsi fyrir að reyna það sem aðrir ungir mótmælendur, Össur og Ingibjörg Sólrún félagar hennar í stúdentaráði, gerðu refsilaust fyrir þrjátíu og fimm árum, og ýmsir síðan. Því alþingismönnum höfðu áður verið flutt skilaboð af þingpöllum með mismiklum stympingum við þingverði og engin eftirmál orðið. Það sem hin ákærðu reyndu 8. desember 2008 var alls ekki fordæmislaust. Árangur ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er hins vegar fordæmislaus. Þau söngluðu öfugmælavísur sínar í fjölmiðlum hér heima og erlendis meðan þau og vinir þeirra í bönkunum sigldu öllu til andskotans. Skömm þeirra verður lengi uppi hvað sem dómum kann að líða. Kannski kemst Lára V. Júlíusdóttir varamaður í Landsdómi upp á aðalmannabekkinn. Ætli refsigleðin yrði söm gagnvart gömlum félögum og sú sem hún sýnir níumenningunum sem vildu benda þinginu á hið augljósa og eiga að gjalda fyrir með frelsi sínu?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun